Erlent

Putin hyggst ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Forsetarnir munu ekki hittast á þinginu í september.
Forsetarnir munu ekki hittast á þinginu í september. Vísir/AFP
Vladimir Putin, Rússlandsforseti, hyggst ekki mæta á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem haldið er í New York í þessum mánuði. Reuters greinir frá. 

Donald Trump, sem hefur ítrekað gagnrýnt Sameinuðu þjóðirnar, vill endurskipuleggja samtökin og heldur fund þess efnis 18. september. Degi síðar mun hann ávarpa þingið og ræða hugmyndir sínar.

Ekki er vitað hvort Putin hafi ætlað að mæta á þingið áður en ljóst var um áform Bandaríkjaforseta.

Í marsmánuði fengu starfsmenn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna fyrirmæli frá Donald Trump um að leita leiða til þess að skera niður fjárframlög til Sameinuðu þjóðanna um allt að helming. Fjárframlög Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna nema um 10 milljörðum dala á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×