Erlent

Grannt fylgst með Irmu

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Sennileg stefna Irmu.
Sennileg stefna Irmu. Veðurstofa Bandaríkjanna
Veðurfræðingar í Bandaríkjunum fylgjast nú gaumgæfilega með fellibylnum Irmu sem fikrar sig nú í átt að eyjum Karíbahafsins og austurströnd Bandaríkjanna.

Vísir greindi frá því í gær að óveðrið hefði náð styrkleika þriðja flokks fellibyljar en hann er nú skilgreindur sem annars flokks bylur. Fjölmiðlar vestanhafs vilja þó meina að enn gæti ógn stafað af Irmu og útiloka sérfræðingar ekki að hún sæki í sig veðrið á ný og nái vindhraða fellibyljarins Harveys.

Irma er í augnablikinu í um 3000 kílómetra fjarlægð frá ströndum Bandaríkjanna. Ekki er hægt að staðfesta með fullkominni vissu hvar, eða hvort, Irma kemur að landi en samkvæmt ECMF-spám kemur fellibylurinn til með að ferðast yfir Karíbahafið norðaustanvert og fikra sig svo norður meðfram austurströnd Bandaríkjanna.

Ef spár ganga eftir mun Irma skella á austurhluta Karíbahafs eftir helgi.


Tengdar fréttir

Trump heimsækir hamfarasvæði á ný

Forsetinn mun taka stöðuna á hjálparstarfi bæði í Houston í Texas-ríki, sem fór einna verst út úr flóðum í kjölfar Harveys, og Louisiana-ríki.

7,8 milljarðar dala í neyðaraðstoð vegna Harvey

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent Bandaríkjaþingi beiðni um 7,8 milljarða bandaríkjadala í neyðaraðstoð svo hægt sé að hefja uppbyggingu í kjölfar eyðileggingar eftir fellibylinn Harvey í Texas og Louisiana




Fleiri fréttir

Sjá meira


×