Suu Kyi hvött til að grípa í taumana Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 17:55 Suu Kyi er talin raunverulegur leiðtogi Búrma þó að að nafninu til sé hún utanríkisráðherra. Vísir/AFP Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Sérstakur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota í Búrma gagnrýnir friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi, fyrir að halda ekki hlífiskildi yfir rohingjafólki. Tugir þúsunda þeirra hafa flúið ofsóknir í landinu. Her Búrma hefur beitt fólk sem tilheyrir rohingjaættbálkinum hörku eftir árásir uppreisnarmanna úr þeirra röðum á lögreglustöðvar nýlega. Sögur fara af því að hermenn brenni þorp og ráðist á óbreytta borgara. Suu Kyi er utanríkisráðherra Búrma en lög landsins banna henni að gegna embætti forseta. Hún er engu að síður talin raunverulegur þjóðarleiðtogi Búrma.Herinn heldur enn verulegum völdumYanghee Lee, sendifulltrúi SÞ, gagnrýnir Suu Kyi fyrir aðgerðaleysi og segir ástandið í Rakhine-héraði grafalvarlegt og að hún verði að grípa í taumana, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. SÞ áætla að 87.000 rohingjar hafi nú flúið yfir landamærin til Bangaldess frá því að herferð hersins hófst. „Raunverulegi leiðtoginn verður að grípa inn í, við því búumst við af öllum ríkisstjórnum, að verja alla innan lögsögu þeirra,“ sagði Lee. Herinn réði ríkjum í Búrma í áratugi en hann heldur enn umtalsverðum völdum í landinu. Þannig heldur hann fjórðungi sæta á þjóðþinginu. Um milljón rohingja búa í Búrma en meirihluti þeirra er múslimar. Ættbálkurinn hefur sætt ofsóknum í Búrma.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00 Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Sjá meira
Nærri 20.000 flúið á viku Þjóðflokkurinn flýr átök í Rakhine-héraði Bangladess en átökin í héraðinu versnuðu til muna þegar Rohingya-múslimar réðust á þrjátíu lögreglustöðvar á föstudag. Yfirvöld svöruðu árásunum með hervaldi. 31. ágúst 2017 07:00
Fjögur hundruð Rohingjar drepnir í Mjanmar Ofbeldið í Rakhine-héraði í landinu fer nú stigvaxandi. 1. september 2017 08:27