Erlent

Í beinni: Fellibylurinn Irma herjar á íbúa í Karíbahafi

Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Gríðarleg eyðilegging blasir við eyjaskeggjum á Sankti Martin.
Gríðarleg eyðilegging blasir við eyjaskeggjum á Sankti Martin. Vísir/AFP
Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegu tjóni og eyðileggingu í Karíbahafi og gengur nú rétt norður af Dóminíska lýðveldinu.

Þetta vitum við um málið:

  • Vitað er að níu manns hafa látið lífið í óveðrinu, en búist er við að tala látinna komi til með að hækka.
  • Eyjan Barbúda er sögð „vart byggileg“ eftir að fellibylurinn gekk yfir. Talsmenn yfirvalda segja að eyjan Sankti Martin sé „eyðilögð“.
  • Irma er fimmta stigs fellibylur og gengur nú í yfir norður af Dóminíska lýðveldinu.
  • Reiknað er með að fellibylurinn gangi yfir svæði norður af Dóminíska lýðveldinu og Haítí í dag, Kúbu á morgun og gangi svo á land á Flórída á laugardag.
Vísir mun segja nýjustu tíðindin af hamfarasvæðunum í vaktinni að neðan í allan dag.


Tengdar fréttir

Irma veldur tjóni í Karíbahafi

Betur fór en á horfðist þegar Irma gekk yfir Antígva og Barbúda í gær. Minnst tveir létust og aðrir tveir eru alvarlega slasaðir á St. Bart og St. Martin.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×