Erlent

Risaskjálftinn í Mexíkó: Flóðbylgjuviðvörun gefin út í allri Mið-Ameríku

Atli Ísleifsson skrifar
Viðbúnaður var mikill á sjúkrahúsi í Villahermosa í nótt.
Viðbúnaður var mikill á sjúkrahúsi í Villahermosa í nótt. Vísir/EPA
Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út í allri Mið-Ameríku í kjölfar skjálftans sem varð undan vesturströnd Mexíkó í morgun.

Skjálftinn var 8,2 að stærð og er staðfest að sjö eru látnir. AP greinir frá því að fólk hafi yfirgefið byggingar, en varað er við að von sé á fleiri eftirskjálftum.

Skjálftinn varð klukkan 23:49 að staðartíma og átti upptök sín 119 kílómetra suð-suðvestan af borginni Tres Picos í suðurhluta landsins. Varð skjálftinn á 33 kílómetra dýpi.

Enrique Peña Nieto, forseti Mexíkó, segir skjálftann þann mesta í landinu undanfarin hundrað ár. Segir forsetinn að 62 eftirskjálftar hafi mælst, sá öflugasti 7,2 að stærð.

cnn
Arturo Nunez, ríkisstjóri Tabasco, segir að tvö börn séu í hópi látinna. Annað barnið varð undir vegg sem hrundi, en hitt barnið lést á barnaspítala eftir að rafmagnið fór þar af og tæki sem hélt lífi í barninu missti straum.

Reuters greinir frá því að flóðbylgjuviðvörun hafi verið gefin út í Mexíkó, Gvatemala, El Salvador, Kosta Ríka, Níkaragva, Panama, Hondúras og Ekvador.

Manuel Velasco, borgarstjóinn í Chiapas, hefur hvatt íbúa til að yfirgefa heimili sín vegna hættu á flóðbylgju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×