Enski boltinn

Drinkwater má búast við óblíðum móttökum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Drinkwater.
Danny Drinkwater. Vísir/Getty
Danny Drinkwater gæti spilað sinn fyrsta leik með Chelsea gegn sínu gamla félagi, Leicester, þegar liðin mætast á heimavelli síðarnefnda liðsins á morgun.

Drinkwater var seldur til Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans fyrir 35 milljónir punda.

„Þetta verður skrýtið fyrir okkur en þetta verður enn skrýtnara fyrir hann,“ sagði Marc Albrighton, leikmaður Leicester, í samtali við enska fjölmiðla.

„Að spila fyrir framan stuðningsmennina sem hann hefur gert í öll þessi ár verður mjög skrýtin tilfinning fyrir hann. En þegar leikurinn er hafinn þá gleymist það allta saman.“

„Hann er atvinnumaður og mun gera eins vel og hann getur. En hann gæti fengið að heyra það í þessar 90 mínútur frá stuðningsmönnum en þess fyrir utan fara þeir örugglega vel með hann.“

Drinkwater var lykilmaður þegar Leicester varð Englandsmeistari og því hafa menn vitanlega ekki gleymt, segir Albrighton.

„Hann hefur náð frábærum árangri - miklu meiri en nokkur hjá þessu félagi reiknaði með. Hann var með þegar félagið fór úr B-deildina, vann ensku úrvalsdeildina og komst í Meistaradeild Evrópu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×