Styttir upp í Houston en áfram spáð ofviðri í Louisiana-ríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Íbúar Houston eru enn varaðir við því að aka um götur borgarinnar enda er vatnselgurinn mikill. Vísir/AFP Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Útlit er fyrir sól og úrkomuleysi í Houston í Texasríki næstu daga en borgin kom afar illa út úr hitabeltisstorminum Harvey, sem var um skeið flokkaður sem fellibylur. Tala látinna í Houston hækkaði í tuttugu í gær en ekki er vitað hversu margra er saknað. Þúsundir þurftu jafnframt að yfirgefa heimili sín. Gífurleg flóð skullu á Houston og fleiri svæðum í Texas og gripu sumir íbúar til þess að ræna yfirgefin heimili á meðan ofviðrið gekk yfir. Útgöngubann var sett á í borginni í gær til þess að reyna að koma í veg fyrir slíka glæpi. Harvey skall á Louisiana-ríki í gærmorgun eftir að hafa farið yfir Mexíkóflóa og er búist við því að stormurinn stefni í norðausturátt áður en hann lægir. Mun hann koma við í Missouri, Tennessee og Kentucky. Stormurinn mun ekki fara beint yfir New Orleans-borg, sem fellibylurinn Katrina lék grátt á síðasta áratug, en þó er búist við miklu regni og jafnvel flóðum í borginni. Spá veðurfræðingar því að um 25 sentimetar regnvatns muni falla á borgina á 36 klukkustundum. Til samanburðar mældist úrkoma í Reykjavík allan júlímánuð 37,1 millimetri og 20,1 millimetri í sama mánuði á Akureyri. Á sumum svæðum Texas mældist úrkoma undanfarinna sólarhringa um 122 sentimetrar sem er næstum jafn mikið og allt árið í fyrra á sömu svæðum, að því er BBC greinir frá. Mikill fjöldi vinnur nú að björgunarstarfi í Houston til að aðstoða þá sem urðu verst úti í flóðunum. Art Acevedo, lögreglustjóri borgarinnar, sagði við CNN í gær að yfirvöldum hefðu borist um 70.000 símtöl þar sem óskað var eftir hjálp. „Við biðjum bara til Guðs að tala látinna hækki ekki mikið,“ sagði Acevedo. Að minnsta kosti 30.000 eru nú heimilislaus í borginni og þá eru mun fleiri án rafmagns. Tugir þúsunda gista í neyðarskýlum. Í úttekt BBC á afleiðingum Harveys kemur fram að efnahagsleg áhrif ofviðrisins gætu orðið mikil. Til að mynda hafi ekki verið hægt að vinna um tvær milljónir olíutunna, sem jafngildir um tíund af olíuþörf Bandaríkjanna, vegna Harveys en Houston er ein stærsta olíuvinnsluborg Bandaríkjanna. Þá hafi bómullaruppskera á svæðinu einnig eyðilagst sem gæti haft áhrif á bómullarverð.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51 Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39 Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Vísindamenn gagnrýndir fyrir að ræða þátt loftslagsbreytinga í Harvey Talsmaður Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna þar sem margir loftslagssérfræðingar starfa gagnrýnir vísindamenn fyrir að tala um vísindi í tengslum við fellibylinn Harvey. 30. ágúst 2017 15:51
Tala látinna komin í tuttugu í Bandaríkjunum Vatnsyfirborðið hefur lækkað víða um Houston og er það í fyrsta sinn í nokkra daga. 30. ágúst 2017 17:39
Útgöngubann í Houston en útlit fyrir betra veður Spáð er að rigningunni sem hefur dunið á Houston-borg í Texas sloti með deginum. Allt að þriðjungur hennar er engu að síður enn á kafi í vatni. 30. ágúst 2017 08:28