Óheppilegu myndbandi af íbúa Hrafnistu dreift á Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 11:32 Pétur Magnússon er forstjóri Hrafnistu. Vísir Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“ Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“
Heilbrigðismál Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira