Óheppilegu myndbandi af íbúa Hrafnistu dreift á Facebook Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2017 11:32 Pétur Magnússon er forstjóri Hrafnistu. Vísir Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Skerpa þurfti á leiðbeiningum til gesta Hrafnistu um að taka ekki myndir eða myndbönd af heimilismönnum án leyfis eftir að mál kom upp í sumar þar sem gestur tók myndband af íbúa heimilisins í óheppilegum aðstæðum.Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að ungur gestur á hjúkrunarheimili Hrafnistu hafi í óleyfi tekið upp myndband af heimilismanni sem var ótengdur gestinum. Þegar upp komst um málið var rætt við gestinn og myndbandinu eytt. „Það var starfsmaður sem benti okkur á það væri búið að setja myndband á Facebook-síðu. Þá höfðum við beint samband við viðkomandi. Í kjölfarið fórum við í vakningarátak til þess að hvetja fólk til þess að hafa þetta í huga,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu í samtali við Vísi. Segir hann að ef myndbandinu hefði ekki verið eytt hefði málið verið kært til lögreglu á grundvelli persónuverndarlaga. Pétur segir mikilvægt að hafa í huga að hjúkrunarheimili á borð við Hrafnistu séu heimili fólks og þar eigi heimilismenn rétt á því að ekki séu teknar myndir eða myndbönd af þeim án leyfis. „Með þessum breytingum sem hafa orðið með tilkomu samfélagsmiðla eru myndbirtingar orðnar miklu almennari en þær voru. Þá hefur hættan á þessu aukist,“ segir Pétur. Að hans hefur átakið gengið vel og flestir hafi tekið vel í það. Ekki hafi komið upp sambærilegt mál eftir atvikið í sumar. „Ekki sem við vitum um en við getum náttúrulega ekki fylgst með öllum samfélagsmiðlum. Við verðum bara að treysta fólki,“ segir Pétur en bendir á að ekki sé hægt að banna myndatökur alfarið á hjúkrunarheimilum. „Þetta er mikilvægt tæki í nútíma lífi að eiga myndbönd af afa eða ömmu. Það er gaman að eiga það og við setjum ekki út á það. Maður þarf að lifa með þessu, það er ekki hægt að fara banna þetta alfarið.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira