Kostnaðurinn við öryggisgæslu Trump að sliga leyniþjónustuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2017 10:00 Trump hefur verið á faraldsfæti og gist í eigin klúbbum um helgar. Hann er sagður hafa lýst Hvíta húsinu sem hreysi við meðlimi í einum golfklúbba sinna. Vísir/AFP Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Donald Trump Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Féð sem alríkisstjórn Bandaríkjanna ver til öryggisgæslu fyrir forsetann og fjölskyldu hans er uppurið fyrir árið, aðeins sjö mánuðum eftir að Donald Trump tók við embætti. Ástæðan er tíðar ferðir, stór fjölskylda og fjöldi eigna Trump víða um Bandaríkin. Dagblaðið USA Today upplýsti um þetta í gær. Leyniþjónustan geti ekki lengur greitt þeim hundruð fulltrúum sínum sem þarf til að gæta öryggis Trump og fjölskyldu. Leyniþjónustan hefur lagalega skyldu til að vernda forseta Bandaríkjanna og forseta hans öllum stundum. Fjárframlög til hennar eru hins vegar takmörkuð í fjárlögum alríkisstjórnarinnar. Randolph Alles, forstjóri Leyniþjónustunnar, sagði við USA Today að fleiri en þúsund fulltrúar hafi komið að gæslunni á þessu ári. Launa- og yfirvinnukostnaður þeirra sé þegar farinn út fyrir þau framlög sem þjónustunni var ætlað fyrir allt árið.Hver ferð í golfklúbbinn kostar jafnvirði hundruð milljóna krónaTrump hefur ferðast til eigna sinna í Flórída, New Jersey og Virginíu um nærri því hverja einustu helgi eftir að hann tók við embætti 20. janúar. Þá hafa börn hans ferðast innan og utan lands í viðskiptaerindum. Alls njóta 42 einstaklingar í kringum forsetann verndar leyniþjónustunnar, þar á meðal átján skyldmenni Trump. Í tíð Baracks Obama gætti leyniþjónustan 31 einstaklings. Í umfjöllun vefsíðunnar Vox kemur fram að áætlað sé að hver ferð Trump til Mar-a-Lago, golfklúbbs í eigu forsetans í Flórída, kosti leyniþjónustuna þrjár milljónir dollara. Það eru rúmar 316 milljónir íslenskra króna á núverandi gengi.
Donald Trump Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira