Enski boltinn

Ekki útilokað að Rooney snúi aftur í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wayne Rooney og Gareth Southgate.
Wayne Rooney og Gareth Southgate. Vísir/Getty
Þó svo að Wayne Rooney hafi lýst því yfir í vikunni að hann væri hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið hefur landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate ekki útilokað að Rooney spili aftur með liðinu síðar.

Rooney sagðist ætla að einbeita sér að nýjum ferli með Everton en hann gekk í raðir félagsins í sumar. Hann er markahæsti leikmaður í sögu enska liðsins með 55 mörk í 119 landsleikjum.

Southgate sagði á blaðamannafundi í gær að hann myndi ekki útiloka að velja hann í HM-hóp Englands næsta sumar, komist enska liðið til Rússlands.

„Við yrðum að sjá til hvernig standi hann yrði og hver staðan á hópnum væri. Það væri kjánalegt af mér að segja nei við þessu því að það er allt mögulegt,“ sagði Southgate.

„Auðvitað ætti líka að spyrja Wayne að þessu en maður verður auðvitað að bera virðingu fyrir hans ákvörðun. En veit ég um leikmenn sem hafa skipt um skoðun? Já, ég held að það eigi við um okkur öll.“


Tengdar fréttir

Rooney skoraði síðasta markið sitt á móti Íslandi | Myndir

Wayne Rooney gaf það út í gær að hann væri búinn að spila sinn síðasta leik fyrir enska landsliðið en kappinn ætlar nú að einbeita sér að því að spila fyrir Everton. Ísland kemur við sögu þegar landsliðsferill Wayne Rooney er rifjaður upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×