Hátt í hálf milljón manna leitar hjálpar vegna Harvey Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2017 12:33 Vegir hafa breytst í stórfljót í flóðunum í Houston og hefur fólk verið bjargað á bátum. Vísir/AFP Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 sæki um hjálp vegna hitabeltisstormsins Harvey sem hefur sökkt heilu hverfunum í Texas. Talið er að allt að 30.000 manns gætu þurft að hafast við í tímabundum neyðarskýlum. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna, frá því að Harvey gekk á land sem meiriháttar fellibylur á föstudagskvöld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilu hverfinu eru nú á floti og hafa viðbragðaðilar bjargað þúsundum manna síðustu sólahringa, sumum af þökum húsa sinna. Fimm manns eru látnir. Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) segir að stormurinn sé tímamótaviðburður og biðlaði til almennra borgara um hjálp, að því er segir í frétt CNN.Fólki hefur verið ráðlagt að reyna ekki að ferðast í vatnselgnum enda getur það sett björgunarfólk og það sjálft í hættu.Vísir/AFPÞað versta er þó ekki enn afstaðið. Úrhellið heldur áfram yfir Texas og fikrar sig nú að ríkjamörkunum að Lúisíana. Áfram er varað við hættulegum flóðum í Texas og sömuleiðis í nágrannaríkinu. Veðurstofa Bandaríkjanna spáir því að flóðin í Texas nái hámarki á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum ekki óhult ennþá,“ segir Elaine Duke, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Áður en yfir lýkur er talið að svæðið fái meira en árasúrkomu á innan við viku. Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Almannavarnir í Bandaríkjunum búast við því að 450.000 sæki um hjálp vegna hitabeltisstormsins Harvey sem hefur sökkt heilu hverfunum í Texas. Talið er að allt að 30.000 manns gætu þurft að hafast við í tímabundum neyðarskýlum. Alls hefur 75 sentímetra úrkoma fallið í Houston, fjórðu stærstu borg Bandaríkjanna, frá því að Harvey gekk á land sem meiriháttar fellibylur á föstudagskvöld, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Heilu hverfinu eru nú á floti og hafa viðbragðaðilar bjargað þúsundum manna síðustu sólahringa, sumum af þökum húsa sinna. Fimm manns eru látnir. Brock Long, forstjóri Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) segir að stormurinn sé tímamótaviðburður og biðlaði til almennra borgara um hjálp, að því er segir í frétt CNN.Fólki hefur verið ráðlagt að reyna ekki að ferðast í vatnselgnum enda getur það sett björgunarfólk og það sjálft í hættu.Vísir/AFPÞað versta er þó ekki enn afstaðið. Úrhellið heldur áfram yfir Texas og fikrar sig nú að ríkjamörkunum að Lúisíana. Áfram er varað við hættulegum flóðum í Texas og sömuleiðis í nágrannaríkinu. Veðurstofa Bandaríkjanna spáir því að flóðin í Texas nái hámarki á miðvikudag eða fimmtudag. „Við erum ekki óhult ennþá,“ segir Elaine Duke, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, að sögn Washington Post. Áður en yfir lýkur er talið að svæðið fái meira en árasúrkomu á innan við viku.
Fellibylurinn Harvey Tengdar fréttir Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Fordæmislausar aðstæður í Houston vegna Harvey Íbúar í Houston og fjölda annarra borga í Texas mega eiga von á frekara úrhelli í dag en fellibylurinn Harvey hefur herjað á íbúa síðustu daga. 28. ágúst 2017 08:56