Swift segir mann hafa káfað á berum rassi hennar Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2017 18:53 Taylor Swift. Vísir/Getty Söngkonan Taylor Swift segir fyrrverandi útvarpsmann hafa káfað á berum rassi hennar í myndatöku árið 2013. Útvarpsmaðurinn, sem heitir David Mueller, hefur kært Swift og segir ásakanir hennar hafa kostað hann starfið. Hún kærði hann á móti fyrir kynferðisofbeldi. Mueller fer fram á þrjár milljónir dala (Um 318 milljónir króna) í skaðabætur en Swift fer fram á að hann verði dæmdur til að greiða einn dal. Swift bar vitni í dómsal í dag þar sem hún sagðist hafa reynt að komast eins langt frá Mueller og kærustu hans eftir myndatökuna. Hún segist hafa verið í áfalli eftir það en hún hafi ekki viljað valda aðdáendum sínum vonbrigðum og lét hún taka myndir af sér með nokkrum tugum einstaklinga sem biðu í röð. Þá sagði hún hafa sagt ljósmyndara sínum frá hinu meinta káfi um fimmtán mínútum seinna.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var Swift innt eftir viðbrögðum sínum þegar hún frétti að Mueller hefði misst vinnu sína. Hún sagðist þó ekki ætla að leyfa Mueller né lögmanni hans að láta henni líða eins og það væri henni að kenna. Þá var sýnd mynd í réttarsalnum sem Swift sagði að sýndi það augnablik þegar Mueller káfaði á henni. Hún segir hann hafa gripið í sig og haldið takinu um stund. Lögmaður Mueller spurði Swift, samkvæmt Variety, af hverju ekki mætti sjá á myndinni að búið væri að lyfta pilsi hennar. „Af því að rassinn á mér er staðsettur aftan á líkama mínum,“ svaraði Swift. Mueller sagði í gær að myndin gæfi ekki rétta mynd að því sem hefði gerst. Hann sagði hendi sína hafa snert pils Swift þegar hann tók utan um hana. Hann hafi hins vegar ekki snert rass hennar. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Söngkonan Taylor Swift segir fyrrverandi útvarpsmann hafa káfað á berum rassi hennar í myndatöku árið 2013. Útvarpsmaðurinn, sem heitir David Mueller, hefur kært Swift og segir ásakanir hennar hafa kostað hann starfið. Hún kærði hann á móti fyrir kynferðisofbeldi. Mueller fer fram á þrjár milljónir dala (Um 318 milljónir króna) í skaðabætur en Swift fer fram á að hann verði dæmdur til að greiða einn dal. Swift bar vitni í dómsal í dag þar sem hún sagðist hafa reynt að komast eins langt frá Mueller og kærustu hans eftir myndatökuna. Hún segist hafa verið í áfalli eftir það en hún hafi ekki viljað valda aðdáendum sínum vonbrigðum og lét hún taka myndir af sér með nokkrum tugum einstaklinga sem biðu í röð. Þá sagði hún hafa sagt ljósmyndara sínum frá hinu meinta káfi um fimmtán mínútum seinna.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var Swift innt eftir viðbrögðum sínum þegar hún frétti að Mueller hefði misst vinnu sína. Hún sagðist þó ekki ætla að leyfa Mueller né lögmanni hans að láta henni líða eins og það væri henni að kenna. Þá var sýnd mynd í réttarsalnum sem Swift sagði að sýndi það augnablik þegar Mueller káfaði á henni. Hún segir hann hafa gripið í sig og haldið takinu um stund. Lögmaður Mueller spurði Swift, samkvæmt Variety, af hverju ekki mætti sjá á myndinni að búið væri að lyfta pilsi hennar. „Af því að rassinn á mér er staðsettur aftan á líkama mínum,“ svaraði Swift. Mueller sagði í gær að myndin gæfi ekki rétta mynd að því sem hefði gerst. Hann sagði hendi sína hafa snert pils Swift þegar hann tók utan um hana. Hann hafi hins vegar ekki snert rass hennar.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila