Íslenski boltinn

Milos: Eins og strákarnir í Víkingi vildu sérstaklega mikið vinna mig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Milos á hliðarlínunni í kvöld.
Milos á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton
Milos Milojevic stýrði Blikum gegn sínum gömlu lærisveinum í Víkingi í kvöld.

Víkingar unnu leikinn 1-2 eftir að hafa verið einum fleiri frá 37. mínútu þegar Kristinn Jónsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt.

„Dómarinn sagði að þetta væri rautt spjald og þá er þetta rautt spjald. Báðar tæklingarnar voru gult spjald. Ég er ekkert að setja út á það,“ sagði Milos.

En hvernig fannst Milosi Blikar leysa stöðuna einum færri?

„Það er mjög erfitt fyrir okkur að hlaupa níu á móti 10 en strákarnir gerðu það vel þangað til við fengum á okkur mark úr hornspyrnu. Einhvern veginn erum við mjög veikir í hornspyrnum. Það er mest svekkjandi að við lærum ekki af okkar mistökum. Það kostaði okkur stig,“ sagði Milos sem hrósaði Geoffrey Castillion sem skoraði bæði mörk Víkings í kvöld.

„Hann var yfirburðamaður. Hann er einn af þremur bestu framherjum í deildinni og hann gerði okkur lífið virkilega erfitt.“

Það skapaðist mikið fjaðrafok þegar Milos yfirgaf Víking í vor og var skömmu síðar ráðinn til Breiðabliks. En hvernig fannst honum að stýra Blikum gegn sínu gamla liði?

„Ég hef aldrei stýrt liði á móti Víkingum. Tilfinningin var eins og fyrir alla aðra leiki. Ég vildi vinna, ekkert minna eða meira. En það leit þannig út að strákarnir í Víkingi vildu sérstaklega mikið vinna mig og það er þeim bara til góðs og ég óska þeim til hamingju,“ sagði Milos að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.