Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville Samúel Karl Ólason skrifar 15. ágúst 2017 07:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017 Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Æðstu yfirmenn fyrirtækjanna Intel Corp, Merck & Co Inc og Under Armour Inc, hafa hætt í ráðgjafaráði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um bandaríska framleiðslu. Það gerðu þeir vegna viðbragða forsetans við ástandinu í Charlottesvilli í Virginíu um helgina. Brian Krzanich, frá Intel, sagðist hafa hætt til að beina athygli að því að eitrað andrúmsloft stjórnmála hafi leitt til þess að erfitt hafi verið að takast á við alvarleg mál. Í bloggfærslu nefndi hann meðal annars fjölgun framleiðslustarfa í Bandaríkjunum og ofbeldið í Charlottesville. „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér,“ sagði Krzanich. „Við ættum að heiðra, ekki ráðast gegn, þá sem eru tilbúnir til að standa fyrir jafnrétti og öðrum gildum sem Bandaríkjamönnum þykir vænt um. Ég vona að þetta breytist og ég er verð tilbúinn til að þjóna þegar það gerist.“ Kenneth Fraizer, frá Merck, segist hafa hætt í ráðgjafaráðinu vegna viðbragða forsetans eftir átökin í Charlottesville. Samkvæmt Reuters sagði hann nauðsynlegt að standa gegn fordómum og öfgum.Í tilkynningu sagði Frazier að leiðtogar Bandaríkjanna yrðu að heiðra grunngildi þjóðarinnar og afneita hatri, fordómum og þjóðernishyggju. Trump virtist ekki taka vel í ákvörðun Fraizer og yfirlýsingu hans ef taka á mark á tísti forsetans um afsögnina..@Merck Pharma is a leader in higher & higher drug prices while at the same time taking jobs out of the U.S. Bring jobs back & LOWER PRICES!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 14, 2017 Kevin Plank, frá Under Armour, sagðist enn ætla að vinna að bandarískri framleiðslu. Fyrirtækið snerist þó um nýsköpun og íþróttir. Ekki stjórnmál. Þannig ætlaði fyrirtækið áfram að vinna að því að bæta bandaríska framleiðslu. Hann hætti í ráðinu til að einbeita sér að því að hvetja og sameina fólk í gegnum íþróttir. Samkvæmt Reuters varð Plank fyrir gagnrýni frá nokkrum af skærustu stjörnum Under Armour í fyrra fyrir stuðning sinn við Donald Trump.I love our country & company. I am stepping down from the council to focus on inspiring & uniting through power of sport. - CEO Kevin Plank pic.twitter.com/8YvndJMjj1— Under Armour (@UnderArmour) August 15, 2017
Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 „Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
„Rasismi er af hinu illa“ Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um átök þjóðernissinna og gagnmótmælenda í Virginíu-ríki um helgina á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. ágúst 2017 18:40
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00