„Rasismi er af hinu illa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. ágúst 2017 18:40 Frá blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/afp „Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag. Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
„Rasismi er af hinu illa og þeir sem valda ofbeldi í nafni hans eru glæpamenn og óþokkar.“ Þetta sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti meðal annars á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag sem haldinn var vegna átaka þjóðernissinna og gagnmótmælenda í borginni Charlottesville í Virginíu-ríki um helgina. „Glæpamennina“ og „óþokkana“ sagði Trump meðal annars vera meðlimi Ku Klux Klan, nýnasista og hvíta þjóðernissinna og aðra sambærilega hópa. Þessa hópa sagði hann „andstyggilega“ í garð alls sem Bandaríkjamönnum væri kært.Yfirlýsingu Bandaríkjaforseta frá því í dag má hlusta á hér að neðan:President Trump on Charlottesville attack: “Racism is evil” https://t.co/KG9dLjNpVG https://t.co/Aelh6qSApx— CNN (@CNN) August 14, 2017 Mikla athygli og gagnrýni vakti þegar Trump vildi ekki fordæma hvíta þjóðernissinna sérstaklega þegar hann tjáði sig stuttlega um atburðina í Charlottesville á laugardag. Þá fordæmdi hann aðeins ofbeldisverk „úr mörgum áttum“. Forsetinn var þó öllu yfirlýsingaglaðari á blaðamannafundinum í dag. „Við erum þjóð sem byggð er á þeim sannindum að við séum öll jöfn í augum skaparans. Við erum jöfn með tillitli til laga og við erum jöfn undir stjórnarskrá okkar,“ var einnig haft eftir Trump í Hvíta húsinu. Þá fordæmdi hann kynþáttahatur og ofbeldi.Sjá einnig: Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá HitlerNew York Times hefur bent á að kjör Donalds Trump sem forseta Bandaríkjanna hafi verið lyftistöng fyrir hópa hvítra þjóðernissinna, sem hafi tekið yfirlýsingum hans sem stuðningi við málsstað þeirra. Hópurinn, sem kom saman um helgina í Charlottesville í Virginíu, samanstóð af rasistum, nýnasistum, öðrum hópum hvítra þjóðernissinna og vopnuðum varaliðsmönnum. Frá því í apríl á þessu ári hafa þessir hópar gengið kröfugöngur til að mótmæla því að stytta af Robert E. Lee, hershöfðingja Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna, var fjarlægð. Með hverri göngunni hefur fjölgað í hópi þeirra sem mótmæla göngu þjóðernissinnanna.Sérstök rannsókn verður gerð á morðinu James Alex Fields yngri, sem grunaður er um að hafa orðið hinni 32 ára gömlu Heather Heyer að bana þegar hann ók bíl inn í hóp gagn-mótmælenda um helgina, var formlega ákærður fyrir morðið á Heyer í dag. Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun hefja sérstaka rannsókn á atvikinu með tilliti til borgaralegra réttinda, að því er fram kemur í yfirlýsingu Trump í dag.
Tengdar fréttir Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46 Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58 Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33 Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06 Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43 Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00 Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna hrakinn á brott Jordan Kessler, skipuleggjandi samkomu hvítra þjóðernisöfgamanna undir yfirskriftinni "Sameinum hægrið,“ var í dag hrakinn á brott á meðan á blaðamannafundi stóð. 13. ágúst 2017 22:46
Átökin í Charlottesville: „Hatur kom til bæjarins okkar“ Tvítugur karlmaður er í haldi, grunaður um að hafa ekið á friðsama mótmælendur í Charlottesville í gær. Ríkisstjóri Virginíu skipar hvítum þjóðernissinnum og nasistum að hafa sig á brott en ekkert bólar á fordæmingu Donalds Trump forseta á hvítum öfgamönnum eða skoðunum þeirra eftir meiriháttar átök þeirra í bænum í gær. 13. ágúst 2017 07:58
Bein útsending: Donald Trump tjáir sig um Charlottesville Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta er beðið með mikilli eftirvæntingu. 14. ágúst 2017 16:33
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Telur að Trump hefði þurft að vera harðari við þjóðernisöfgamenn Trump er legið á hálsi fyrir að hafa sýnt tregðu við að fordæma sérstaklega hvíta þjóðernisöfgamenn í yfirlýsingu sinni. Í umræddri yfirlýsingu veigrar Trump sér við að tala sérstaklega um þjóðernisöfgamennina og sagðist hann þess í stað fordæma allt ofbeldi. Á meðal þjóðernisöfgamanna sem beittu ofbeldi í Charlottesville voru nýnasistar og meðlimir Klu Klux Klan. 13. ágúst 2017 19:06
Hvítu þjóðernissinnarnir í Charlottesville: Svartklæddir, vopnaðir og heilsuðu að sið nasista Fánar gömlu Suðurríkjanna voru áberandi í hópi hvítra þjóðernissinna sem fylktu liði í Charlottesville í Bandaríkjunum í gær. Þeir hrópuðu rasísk slagorð og sumir heilsuðu að nasistasið og báru fána með hakakrossinum. 13. ágúst 2017 11:43
Varg- og vígöld í Virginíu-ríki Hópi þjóðernissinna og andstæðinga þeirra laust saman í Charlottesville í Virginíu um helgina. Neyðarástandi lýst yfir í borginni. Minnst einn lést. 14. ágúst 2017 06:00
Fyrrverandi kennari ökumannsins segir hann dá Hitler James Alex Fields hefur verið ákærður, meðal annars fyrir morð, fyrir að aka bíl sínum inn í hóp fólks sem var að mótmæla samkomu þjóðernissinna vegna fyrirhugaðs niðurrifs styttu af Robert E. Lee, hershöfðinga Suðurríkjanna í þrælastríði Bandaríkjanna. 14. ágúst 2017 07:00