Erlent

Obama slær í gegn á Twitter með tilvitnun í Nelson Mandela

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Barack Obama gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 2009 til 2017.
Barack Obama gegndi embætti Bandaríkjaforseta á árunum 2009 til 2017. Vísir/afp
Twitter færsla sem Barack Obama birti eftir átökin í Charlottesville er sú þriðja vinsælasta í sögu Twitter.

Obama birti í þremur hlutum tilvitnun í Nelson Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku.

Tvær færslur fengu í kringum milljón „læk“ á Twitter en sú þriðja hefur fengið meira en 2,4 milljón „læk.“ Tilvitnunin er úr ævisögu Nelson Mandela og þykir fólki orð hans eiga einstaklega vel við núna. Segir þar meðal annars: 

„Enginn fæðist með hatur á annarri manneskju vegna húðlitar, bakgrunns eða trúarbragða. Fólk lærir hatur og ef það getur lært að hata getur það lært að elska...“

Til samanburðar fékk fyrsta „tíst“ Donald Trump tengt Charlottesville 187 þúsund „læk.“ Flestir virðast sammála um að Donald Trump hafi ekki staðið sig nógu vel varðandi fjöldafund nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina, þar sem einn lést og fjöldi fólks slasaðist. Meðal annars hafa þrír hætt í ráðgjafaráði forsetans vegna viðbragða hans.


Tengdar fréttir

Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville

Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli.

Gagnrýna forsetann harðlega

Stjórnendur spjallþátta Bandaríkjanna virðast vera sammála um að Donald Trump, forseti, hafi haldið hræðilega á spöðunum varðandi samkomu nýnasista og þjóðernissinna í Charlottesville um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×