Hryllingur í Barcelona Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Íbúar Barcelona eru harmi slegnir yfir atburðum gærdagsins. vísir/EPA Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Árásarmaður ók sendiferðabíl niður Römbluna, fjölfarna verslunargötu í Barcelona á Spáni, í gær og myrti að minnsta kosti þrettán gangandi vegfarendur. Samkvæmt yfirlýsingu frá spænskum yfirvöldum sem send var út í gærkvöld voru að minnsta kosti áttatíu fluttir á sjúkrahús. Katalónska lögreglan lýsti því yfir upp úr klukkan fimm í gær að um hryðjuverkaárás væri að ræða og var einn maður handtekinn í tengslum við árásina á sjöunda tímanum. Jafnframt var lýst eftir manni að nafni Driss Oukabir. Oukabir gaf sig fram við lögreglu og greindu spænskir fjölmiðlar frá því að hann segði persónuupplýsingum sínum hafa verið stolið. Skömmu síðar var því lýst yfir að annar maður hafi verið handtekinn, hvorugur hinna handteknu var hins vegar bílstjórinn. Íslamska ríkið lýsti yfir ábyrgð á voðaverkinu og sagði í frétt Amaq, fréttastofu ISIS, að árásarmennirnir hafi verið hermenn Íslamska ríkisins. Árásir sem þessi eru orðnar nokkuð tíðar í stórborgum Evrópu. Til að mynda voru átta myrtir í Lundúnum með sama hætti í júní og fimm í mars, fjórir í Stokkhólmi í apríl, tólf í Berlín í desember 2016 og 86 í Nice í júlí 2016. „Þetta er auðvitað raunveruleg ógn en sem betur fer eru yfirvöld allra landa að vinna eins vel að þessu og hægt er til að koma í veg fyrir þetta. Eins og hefur komið fram í fréttum hefur það oftar en ekki tekist. Það er ástæða fyrir því að þetta er í forgangi, ekki bara hjá okkur heldur einnig þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, aðspurður um hvort öruggt teljist að ferðast til stórborga Evrópu um þessar mundir. Guðlaugur Þór segir ómögulegt að útiloka árásir sem þessa fullkomlega en að yfirvöld bæði hér á landi sem og í flestum ríkjum heims hafi öryggismálin í algjörum forgangi. „Því miður er ekki hægt að útiloka þetta. Þessir hugleysingjar og morðingjar sem ganga fram með þessum hætti veigra sér ekki við að ráðast á saklaust fólk.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að, til dæmis á vettvangi Þjóðaröryggisráðsins sem ég tel að hafi verið afskaplega gott að við skyldum setja á laggirnar,“ segir Guðlaugur Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira