Íslenski boltinn

Íslensku strákarnir í sjötta sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þorlákur Árnason er þjálfari U-16 lið Íslands.
Þorlákur Árnason er þjálfari U-16 lið Íslands. Vísir
Ísland hafnaði í sjötta sæti á Norðurlandamóti U-16 liða sem lauk hér á landi í dag.

Noregur varð Norðurlandameistari eftir sigur á Dönum í úrslitaleik, 4-1, en hann fór fram á Floridana-vellinum í Árbænum.

Ísland lék gegn Finnlandi í leik um fimmta sætið. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 2-2 en Finnar höfðu betur í vítaspyrnukeppni.

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði fyrra mark Íslands en það síðara var sjálfsmark.

Lokastaða mótsins:

1. Noregur

2. Danmörk

3. Svíþjóð

4. Pólland

5. Finnland

6. Ísland

7. Norður Írland

8. Færeyjar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×