Bandarískum embættismönnum sagt að tala ekki um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 23:30 Sam Clovis (t.h.) sem Trump skipaði sem yfirvísindamann landbúnaðaráðuneytisins síns telur loftslagsvísindi rusl. Vísir/AFP Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kæra Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Sjá meira
Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kæra Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00