Bandarískum embættismönnum sagt að tala ekki um loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2017 23:30 Sam Clovis (t.h.) sem Trump skipaði sem yfirvísindamann landbúnaðaráðuneytisins síns telur loftslagsvísindi rusl. Vísir/AFP Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Starfsmönnum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna hefur verið sagt að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ eftir að ríkisstjórn Donalds Trump tók við völdum. Þá er mælst til þess að þeir tali ekki lengur um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tölvupóstar sem The Guardian hefur komist yfir varpa ljósi á fyrirmæli sem embættismenn og starfsmenn hjá ráðuneytinu hafa fengið að ofan eftir að Trump tók við sem forseti. Trump og fjöldi bandamanna hans hafa afneitað raunveruleika loftslagsbreytinga af völdum manna. Þeir ætla að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Þannig fengu starfsmenn náttúruauðlindaverndar ráðuneytisins fyrirmæli um að forðast að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ og sagt að nota frekar „veðuröfgar“. Í stað þess að tala um aðlögun að loftslagsbreytingum eiga þeir nú að tala um „sveigjanleika gagnvart veðuröfgum“.Breyta ekki aðferðum heldur orðfæriAf sama meiði eru fyrirmæli um að tala ekki um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Frekar eiga starfsmenn ráðuneytisins að tala um „að byggja upp lífrænt efni í jarðvegi“. „Við ætlum ekki að breyta líkönum okkar, bara hvernig við tölum um þau,“ segir meðal annars í tölvupósti Biöncu Moebius-Clune, forstöðumanns jarðvegsheilsu, til starfsmanna sinna. Yfirmenn hennar höfðu sent henni þessi fyrirmæli sem hún kom áfram til sinna undirmanna. Þá er starfsmönnunum skipað að umbera að ráðuneytinu verði tíðrætt um hagvöxt og vaxandi viðskiptatækifæri í dreifðum byggðum Bandaríkjanna jafnvel þó að þeir kunni ekki að meta það. Forstöðumaður náttúruauðlindaverndar landbúnaðarráðuneytisins neitar því við The Guardian að undirstofnun hans hafi fengið skilaboð frá ráðuneytinu eða ríkisstjórninni um að breyta umfjöllun sinni um loftslagsbreytingar eða önnur málefni.Hnattræn hlýnun veldur meðal annars versnandi þurrkum. Bandarískir embættismenn mega hins vegar ekki lengur tala um það sem loftslagsbreytingar, aðeins sem veðuröfgar.Vísir/EPARéði mann sem telur loftslagsvísindi rusl sem yfirvísindamann ráðuneytisinsSamhljóða álit vísindamanna, þar á meðal bandaríska landbúnaðarráðuneytisins, er að menn valdi loftslagsbreytingum á jörðinni með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. Trump réði engu að síður Sam Clovis sem yfirvísindamann landbúnaðarráðuneytisins í síðustu viku. Clovis þessi er ekki vísindamaður sjálfur en hefur starfað sem háskólaprófessor og þáttastjórnandi í útvarpi. Clovis hefur kallað loftslagsvísindi „ruslvísindi.“Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði eitt sinn haldið úti bloggsíðu þar sem hann kallaði frjálslynt fólk „kynþáttasvikara“ og líkti Barack Obama, fyrrverandi forseta, við kommúnista og einræðisherra.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30 Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Bandaríkin draga sig út úr Parísarsamkomulaginu Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur afhent Sameinuðu þjóðunum skriflega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin vilji draga sig úr Parísarsamkomulaginu. 4. ágúst 2017 21:30
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00