Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2017 15:15 Hinrik prins telur sig hafa verið í skugga eiginkonu sinnar. Visir/Getty Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hinrik prins er harður á því að vilja ekki láta grafa sig við hlið eiginkonu sinnar, Margrétar Þórhildar Danadrottningar, í Hróarskeldu. Hann ítrekar þetta í viðtali við vikublaðið Se og Hør - viðtali sem hefur valdið töluverðum usla í Danmörku í dag. Þar fer hann hörðum orðum um eiginkonu sína. „Hún hefur haft mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ segir hinn pirraði prins í fyrsta viðtalinu eftir að í ljós kom í síðustu viku að hann myndi rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, sagði í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Sjá einnig: Hinrik Prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur„Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” sagði Balleby í viðtali við Berlingske. Hinrik hnykkir á þessu í samtali við Se og Hør. „Eiginkona mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem kona ætti að sýna eiginmanni sínum.“ segir hann. „Eiginkona mín hefur tekið það skýrt fram að hún vilji vera drottning og það get ég sætt mig við. En sem manneskja ætti hún að vita að þegar karl og kona eru gift þá eru þau jafningar,“ bætir prinsinn við. Hinrik undirstrikar í samtali við vikublaðið að þrátt fyrir þessi ósætti elski þau Margrét hvort annað og að þau muni verja næstu tveimur vikum saman í Frakklandi. Enn er óvíst hvar Hinriki verður fundinn grafreitur að honum látnum. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Danska krúnan hefur ekki viljað tjá sig um viðtal Hinriks í Se og Hør, sem má nálgast hér.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Tengdar fréttir Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla saman í steinkistu í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. 3. ágúst 2017 14:09