Hinrik prins vill ekki verða jarðsettur á sama stað og Margrét Þórhildur Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 3. ágúst 2017 14:09 Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni. Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, vill ekki verða jarðsettur á sama stað og drottningin þegar hann fellur frá. Frá þessu greindi skrifstofa dönsku konungshallarinnar í dag. Til þessa hefur verið gert ráð fyrir að þau hjónin myndu hvíla hlið við hlið í steinkistum í dómkirkjunni í Hróarskeldu þegar sá tími kemur. Myndhöggvarinn Bjørn Nørgaard hefur þegar höggvið út lok á steinkistur þeirra hjóna en nú lítur út fyrir að Margrét Þórhildur muni hvíla ein í dómkirkjunni í Hróarskeldu. Drottningin samþykk Í tilkynningu frá konungshöllinni kemur fram að prinsinn hafi greint drottningunni frá hugmyndum sínum fyrir nokkru og sé hún þeim samþykk. Ákvörðun prinsins breytir þó ekki áætlunum Margrétar Þórhildar um að verða jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu. „Það hefur komið fram í fjölmiðlum að Prinsinn óski þess að verða jarðsettur í Frakklandi. Það er ekki rétt. Hann óskar þess enn að verða jarðsettur í Danmörku,“ segir í tilkynningunni. Prinsinn ósáttur með stöðu sínaPrinsinn er ósáttur við að í opinberu lífi hefur honum aldrei verið stillt upp samhliða drottningunni og ekki hlotið titilinn „hans konunglega hátign“ og hefur því ákveðið að það skuli ná fram yfir gröf og dauða. Lene Balleby, upplýsingafulltrúi drottningar, segir í einkaviðtali við Berlingske að það sé ekkert leyndarmál að prinsinn hafi verið ósáttur við stöðu sína og þann titil sem hann ber innan konungsfjölskyldunnar í mörg ár. Óánægja hans hefur farið vaxandi á undanförnum árum. „Fyrir prinsinn er ákvörðun hans um að liggja ekki hinstu hvílu við hlið drottningar eðlilegt framhald þeirrar stöðu sem honum hefur verið úthlutað og að ekki hefur verið orðið við óskum hans um breytingu þar á. Prinsinn er einfaldlega þeirrar skoðunar að hann eigi ekki að vera við hlið drottningar í dauðanum þegar honum var meinað það í lífinu,” segir Balleby í viðtali við Berlingske. Með þessari ákvörðun er Hinrik að rjúfa aldagamla hefð um að konungshjón Danmerkur hvíli hlið við hlið. Stóra fýlanÁrið 2002 gaf Hinrik Berlingske sögufrægt viðtal þar sem hann lýsti óánægju sinni með að hann skyldi ekki fá konunglega tign en þegar viðtalið kom út var hann þegar farinn til vínekru sinnar í Frakklandi. Margrét Þórhildur, Friðrik krónprins og Jóakim prins eltu þá gamla maninn þangað til að sleikja úr honum fýluna og þessi atburður gjarnan kallaður “Stóra fýlan” í Danmörku. Síðan þá hefur prinsinn af og til ítrekað þessa óánægju án þess að fá konunglegan titil. Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Hann og Margrét Þórhildur drottning gengu í hjónaband árið 1967. Í frétt Stöðvar 2 sem fylgir fréttinni má meðal annars sjá bút úr viðtali Heimis Más Péturssonar við Margréti Þórhildi frá því í janúar. Þar spurði hann drottninguna út í hvernig hún sæi fyrir sér að hlutverk konungs breytist þegar krónprins Danmerkur tekur við af henni í framtíðinni.
Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira