Erlent

Hóta því að skjóta eldflaugum að Guam

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá heræfingu í Norður-Kóreu í sumar.
Frá heræfingu í Norður-Kóreu í sumar. Vísir/AFP
Hernaðaryfirvöld í Norður-Kóreu tilkynntu nú í kvöld (miðvikudagsmorgun þar) að verið sé að íhuga af alvöru að skjóta eldflaugum að herstöðvum Bandaríkjanna í Guam. Þar eru nokkrar B-1B sprengjuflugvélar sem búið er að fljúga nokkrum sinnum yfir Kóreuskagann á síðustu vikum.

Talsmaður hersins segir að ekki sé búið að kynna Kim Jong-Un slíka áætlun en það verði gert. Eftir það geti árásin verið framkvæmd hvenær sem er. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu stendur til að kynna einræðisherranum áætlunina á næstunni.Fyrr í kvöld sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að hótunum Norður-Kóreu yrði mætt með „eldi og heift“. Að heimurinn hefði aldrei séð annað eins.

Leyniþjónustur Bandaríkjanna eru sagðar telja að eldflauga- og kjarnorkuvopnaáætlanir Norður-Kóreu sé komnar lengra á veg en áður hefur talið og að Norður-Kóreumenn hafi þegar framleitt kjarnorkuvopn sem koma mætti fyrir í langdrægri eldflaug.

Sjá einnig: Segist tilbúinn til að mæta Norður-Kóreu með „heift“Í frétt Yonhap kemur einnig fram að talsmaður hersins hafi sagt nauðsynlegt fyrir Norður-Kóreu að hefta notkun herstöðvanna á Guam. Á undanförnum vikum hefur B-1B sprengjuþotum verið flogið yfir Kóreuskagann í kjölfar eldflaugatilrauna Norður-Kóreu. Sprengjuþoturnar hafa burði til að bera kjarnorkuvopn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.