Erlent

Leikarinn Sam Shepard er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sam Shepard kom meðal annars fram í kvikmyndunum The Notebook og Black Hawk Down.
Sam Shepard kom meðal annars fram í kvikmyndunum The Notebook og Black Hawk Down. Vísir/Getty
Bandaríski leikarinn og leikskáldið Sam Shepard er látinn, 73 ára að aldri.

Shepard fannst látinn á heimili sínu í Kentucky á fimmtudag en hann hafði glímt við hreyfitaugahrörnun (MND) síðustu ár. New York Times greinir frá þessu.

Shepard vann á starfsferli sínum meðal annars til Pulitzer-verðlauna og var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni The Right Stuff frá árinu 1983.

Shepard vakti einnig athygli fyrir frammistöðu sína í myndunum The Notebook og Black Hawk Down en eitt síðasta hlutverk hans var í sjónvarpsþáttaröðinni Bloodline.

Hann lætur eftir sig þrjú börn – Jesse, Hannah og Walker Shepard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×