Ríkin fjögur setja fram nýjar kröfur til Katara Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júlí 2017 06:00 Þessir úlfaldar eru á meðal fórnarlamba deilunnar. Þeir þurftu að ganga langa leið til baka eftir að hafa verið meinuð innganga í Sádi-Arabíu. Nordicphotos/AFP Nordicphotos/AFP Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Arabaríkin fjögur, sem beita Katara nú viðskiptaþvingunum og hafa slitið stjórnmálasambandi við ríkið, hyggjast gera nýjar kröfur til Katara. Ríkin, Sádi-Arabía, Egyptaland, Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmin, settu fram þrettán kröfur til Katara í síðasta mánuði sem þeir vildu að Katarar uppfylltu, ættu ríkin að aflétta þvingunum. Því höfnuðu Katarar. Fastafulltrúar ríkjanna fjögurra hjá Sameinuðu þjóðunum héldu fund með blaðamönnum í höfuðstöðvum SÞ í gær þar sem þeir tilkynntu að nýju kröfurnar yrðu sex talsins og öllu víðtækari en fyrrnefndar þrettán. Á meðal þeirra verða kröfur um aukna skuldbindingu Katara í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökum og að hætta að grafa undan stöðugleika við Persaflóa. Á fundinum kváðust fastafulltrúarnir vilja leysa deiluna á vinsamlegan átt. Sagði fastafulltrúi Sádi-Arabíu, Abdullah al-Mouallimi, að utanríkisráðherrar ríkjanna hefðu samþykkt sín á milli umræddar sex kröfur á fundi í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þann fimmta júlí. „Auðvelt ætti að vera fyrir Katara að samþykkja kröfurnar,“ sagði al-Mouallimi.Abdullah al-Mouallimi, fastafulltrúi Sádi-Arabíu hjá SÞ.Nordicphotos/AFPSádi-Arabinn sagði jafnframt að kröfurnar væru ófrávíkjanlegar og að málamiðlanir kæmu ekki til greina. Hins vegar væru ríkin fjögur til í að ræða við Katara um hvernig yrði best að innleiða kröfurnar. Athygli vakti að al-Mouallimi sagði að það gæti reynst óþarft að loka katarska fjölmiðlinum Al Jazeera, líkt og upphaflegu kröfurnar gerðu ráð fyrir. Sagði hann hins vegar að miðillinn þyrfti að hætta að hvetja til ofbeldis og miðla hatursáróðri. „Ef við getum náð því markmiði án þess að loka Al Jazeera er það í lagi.“ Upptökin að deilunni við Persaflóa má rekja til þeirrar sannfæringar ríkjanna fjögurra að Katarar styðji hryðjuverkasamtök. Þá er Sádi-Aröbum einkar illa við hversu góð samskipti Katara eru við stjórnvöld í Íran. Katarar tjáðu sig ekki um tilkynningu ríkjanna fjögurra í gær. Hafa þeir jafnframt alltaf neitað því að hafa styrkt hryðjuverkasamtök. Persaflóadeilan hefur nú staðið yfir í um sex vikur. Hafa Katarar neyðst til þess að flytja inn mat og drykk með skipum og flugvélum. Áður en ríkið var beitt viðskiptaþvingunum komu um áttatíu prósent allra matvæla Katara frá ríkjunum fjórum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira