Bodö/Glimt keypti Oliver frá Breiðabliki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 16:14 Oliver Sigurjónsson er hér boðinn velkominn til Bodö/Glimt. Mynd/Bodö/Glimt Norska félagið Bodö/Glimt hefur gengið frá kaupum á íslenska miðjumanninum Oliver Sigurjónssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Oliver hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt eða út 2020 tímabilið. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni síðasta haust. „Frábært. Þetta er gott skref fyrir mig að koma hingað. Ég vil verða betri leikmaður og hjálpa mínu nýja félagi. Ég er mjög ánægður núna,“ sagði Oliver í viðtali við heimasíðu Bodö/Glimt. Oliver kom til Bodö/Glimt á mánudagskvöldið og hefur því ekki séð mikið af nýja bænum sínum. Hannes Þór Halldórsson kom til reynslu hjá félaginu í fyrra og Oliver segist hafa talað við Hannes um þá reynslu. „Ég talaði við Hannes og hann sagði að leikvangurinn væri flottur og það þetta væri rólegur bær. Þeir voru að selja Normann í ensku úrvalsdeildina og ég veit að hér er gott unglingastarf eins og hjá Breiðabliki,“ sagði Oliver.BEKREFTET: Oliver Sigurjonsson er klar for Bodø/Glimt. Han har signert en kontrakt til august 2020. pic.twitter.com/QXeITwdkmA — FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 25, 2017 En hvernig lýsir Oliver sér sem leikmanni. „Ég les leikinn vel og er með góðan sendingafót. Ég vil tala mikið við leikmennina í kringum mig og fer í allar tæklingar til að vinna þær,“ sagði Oliver. Þetta er í annað skiptið sem Oliver fer út en hann fór mjög ungur til danska félagsins AGF. Nú er hann reynslunni ríkari. „Ég vil hjálpa félaginu að komast aftur upp í úrvalsdeildina og ná góðri fótfestu þar. Ég vil verða besti miðjumaðurinn í Bodö/Glimt á þessum tíma,“ sagði Oliver. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Norska félagið Bodö/Glimt hefur gengið frá kaupum á íslenska miðjumanninum Oliver Sigurjónssyni. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Oliver hefur skrifað undir þriggja ára samning við Bodö/Glimt eða út 2020 tímabilið. Bodö/Glimt féll úr norsku úrvalsdeildinni síðasta haust. „Frábært. Þetta er gott skref fyrir mig að koma hingað. Ég vil verða betri leikmaður og hjálpa mínu nýja félagi. Ég er mjög ánægður núna,“ sagði Oliver í viðtali við heimasíðu Bodö/Glimt. Oliver kom til Bodö/Glimt á mánudagskvöldið og hefur því ekki séð mikið af nýja bænum sínum. Hannes Þór Halldórsson kom til reynslu hjá félaginu í fyrra og Oliver segist hafa talað við Hannes um þá reynslu. „Ég talaði við Hannes og hann sagði að leikvangurinn væri flottur og það þetta væri rólegur bær. Þeir voru að selja Normann í ensku úrvalsdeildina og ég veit að hér er gott unglingastarf eins og hjá Breiðabliki,“ sagði Oliver.BEKREFTET: Oliver Sigurjonsson er klar for Bodø/Glimt. Han har signert en kontrakt til august 2020. pic.twitter.com/QXeITwdkmA — FK Bodø/Glimt (@Glimt) July 25, 2017 En hvernig lýsir Oliver sér sem leikmanni. „Ég les leikinn vel og er með góðan sendingafót. Ég vil tala mikið við leikmennina í kringum mig og fer í allar tæklingar til að vinna þær,“ sagði Oliver. Þetta er í annað skiptið sem Oliver fer út en hann fór mjög ungur til danska félagsins AGF. Nú er hann reynslunni ríkari. „Ég vil hjálpa félaginu að komast aftur upp í úrvalsdeildina og ná góðri fótfestu þar. Ég vil verða besti miðjumaðurinn í Bodö/Glimt á þessum tíma,“ sagði Oliver.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira