ESB ósátt við einleik Bandaríkjanna í refsiaðgerðum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 26. júlí 2017 14:12 Jean-Claude Juncker gagnrýnir Bandaríkin vegna frumvarps um að herða refsiaðgerðir gegn Rússum. Vísir/AFP Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum. Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Evrópusambandið gæti gripið til ráðstafana til að vinna gegn hertum refsiaðgerðum gegn Rússlandi sem bandarískir þingmenn samþykktu í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að með þeim sé vestræn samstaða rofin og orkuöryggis aðildarríkjanna ógnað. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að herða refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innlimunar Krímskaga og afskipta af bandarísku forsetakosningunum í gær. „Bandaríska frumvarpið gæti haft ófyrirséð áhrif sá orkuöryggis Evrópusambandsins,“ sagði Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í yfirlýsingu í dag.Sjá einnig:Rússar óánægðir með hertar refsiaðgerðir Taki Bandaríkin ekki tillit til athugasemda sambandsins muni það grípa til aðgerða á næstu dögum. Óttast evrópskir ráðamenn að refsiaðgerðirnar ógni olíu- og gasviðskiptum við Rússa sem Evrópulönd reiða sig á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „„Bandaríkin fyrst“ getur ekki þýtt að hagsmunir Evrópu séu í síðasta sæti,“ sagði Juncker og vísaði til slagorðs Donalds Trump forseta.Gætu reynt að fá undanþágu fyrir evrópsk orkufyrirtækiTrump er raunar sagður andsnúinn hertum refsiaðgerðum en hann hefur viljað lappa upp á samskiptin við rússnesk stjórnvöld. Það hefur þó reynst viðkvæmt í ljósi þess að bandaríska leyniþjónustan telur Rússa hafa beitt sér í forsetakosningunum í fyrra til að tryggja Trump sigur, meðal annars með því að brjótast inn í tölvukerfi Demókrataflokksins og leka upplýsingum þaðan. Embættismenn ESB segja að þeir gætu reynt að koma í veg fyrir að refsiaðgerðum verði beitt eða þrýst á bandarísk stjórnvöld um að evrópsk orkufyrirtæki verði undanþegin þeim. Þeir gætu einnig lagt fram kvörtun við Alþjóðaviðskiptastofnunina. Öldungadeild Bandaríkjaþings á enn eftir að samþykkja frumvarpið og óvíst er hvort að Trump muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að hertar refsiaðgerðir verði að lögum. Samkvæmt einu ákvæða laganna þyrfti Trump leyfi frá þinginu til að aflétta refsiaðgerðunum.
Tengdar fréttir Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Sjá meira
Herða þvinganir gegn Rússum þvert á mótmæli Trump Hvíta húsið segir nýtt frumvarp draga úr völdum forsetans. 25. júlí 2017 23:30