Norsk stúlka stakk aðra stúlku til bana í verslunarmiðstöð Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. júlí 2017 09:52 Árásin var gerð í verslunarmiðstöðinni Sørlandssenteret í Kristiansand í gær. Hinnar látnu var minnst með mínútu þögn við opnun verslana þar í morgun. Skjáskot/Google Maps Fimmtán ára gömul norsk stúlka réðst á tvær konur með hníf í verslunarmiðstöð í borginni Kristiansand í suðurhluta Noregs í gær. Eitt fórnarlamba hennar, hin 17 ára Marie Skuland, lést af sárum sínum í gærkvöldi. NRK greinir frá. Ráðist var á tvær konur í útibúi verslunarkeðjunnar Coops OBS í verslunarmiðstöðinni Sørlandssenteret í gær en tilkynning barst um árásina um klukkan 17:30 að norskum tíma. Lögregla var komin á vettvang um tólf mínútum síðar og handtók þar 15 ára gamla stúlku. Skuland lést af sárum sínum nokkrum klukkustundum síðar en hún var sumarstarfsmaður í versluninni. Hitt fórnarlambið, 23 ára kona, liggur þungt haldin á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló eftir árásina en hún var flutt þangað með sjúkraþyrlu í gærkvöldi. Hún var viðskiptavinur búðarinnar. Hin fimmtán ára árásarkona er norskur ríkisborgari og hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún hafði sloppið af stofnun á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem hún var vistuð, stuttu áður en hún réðst á konurnar tvær í verslunarmiðstöðinni. Sørlandssenteret opnaði aftur klukkan 10 í morgun að staðartíma en hinnar látnu var minnst með mínútu þögn við opnunina. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Fimmtán ára gömul norsk stúlka réðst á tvær konur með hníf í verslunarmiðstöð í borginni Kristiansand í suðurhluta Noregs í gær. Eitt fórnarlamba hennar, hin 17 ára Marie Skuland, lést af sárum sínum í gærkvöldi. NRK greinir frá. Ráðist var á tvær konur í útibúi verslunarkeðjunnar Coops OBS í verslunarmiðstöðinni Sørlandssenteret í gær en tilkynning barst um árásina um klukkan 17:30 að norskum tíma. Lögregla var komin á vettvang um tólf mínútum síðar og handtók þar 15 ára gamla stúlku. Skuland lést af sárum sínum nokkrum klukkustundum síðar en hún var sumarstarfsmaður í versluninni. Hitt fórnarlambið, 23 ára kona, liggur þungt haldin á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló eftir árásina en hún var flutt þangað með sjúkraþyrlu í gærkvöldi. Hún var viðskiptavinur búðarinnar. Hin fimmtán ára árásarkona er norskur ríkisborgari og hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún hafði sloppið af stofnun á vegum barnaverndaryfirvalda, þar sem hún var vistuð, stuttu áður en hún réðst á konurnar tvær í verslunarmiðstöðinni. Sørlandssenteret opnaði aftur klukkan 10 í morgun að staðartíma en hinnar látnu var minnst með mínútu þögn við opnunina.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira