Vilja gera gagnagrunn yfir vinstriöfgamenn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 Meðlimir hinnar svokölluðu Svörtu blokkar bjóða lögreglu velkomna til helvítis. Nordicphotos/AFP Þingmenn Kristilegra demókrata í Þýskalandi vilja að Evrópa komi sér upp sameiginlegum gagnagrunni til að fylgjast með vinstrisinnuðum öfgamönnum. Frá þessu greindi BBC í gær. Kveikjan að hugmyndinni eru aðgerðir hundraða manna hóps sem gekk berserksgang á götum Hamborgar og mótmælti fundi leiðtoga G20 ríkjanna um helgina. Líkti Martin Schulz, kanslaraefni þýska Jafnaðarmannaflokksins, hópnum við hryðjuverkamenn í gær. Hópurinn sem um ræðir samanstóð af meðlimum hóps sem kallar sig Svörtu blokkina og spratt upp á níunda áratugnum. Um 20.000 lögregluþjónar stóðu vörð um fundinn en nokkur hundruð meðlima Svörtu blokkarinnar kveiktu í bílum, rændu verslanir og köstuðu eldsprengjum og steinum. Langstærstur hluti mótmælenda, tugir þúsunda, mótmæltu þó friðsamlega. Schulz sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðgerðum óeirðaseggjanna svipaði til aðgerða hryðjuverkamanna. „Þetta fólk tók heila borg í gíslingu í heimsku sinni, líkt og um hryðjuverkamenn væri að ræða.“ Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði sig einnig um óeirðirnar í gær. „Sú eyðilegging á munum lögreglu og almennra borgara sem mótmælendur stóðu að hryggir mig mjög,“ sagði forsetinn. Að sögn lögreglunnar í Hamborg særðust 476 lögregluþjónar í átökum. Alls voru 186 handteknir. Þingmenn Kristilegra demókrata hafa jafnframt kallað eftir því að Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, segi af sér vegna óeirðanna. „Það mun ég ekki gera,“ sagði Scholz við fjölmiðla á sunnudagskvöld og bætti því við að hann hefði einungis haft yfir 20.000 lögregluþjónum að ráða. Ekki hefði verið hægt að fá fleiri lögregluþjóna á svæðið. BBC greinir frá því að þeir sem skráðir yrðu í hinn sameiginlega gagnagrunn muni ekki fá að ferðast á milli landa þegar atburðir á borð við G20-fundinn standa yfir. Einn talsmaður hugmyndarinnar, Heiko Maas dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Bild í gær að óeirðirnar sýndu nauðsyn slíks gagnagrunns. „Stór hluti þeirra sem tóku þátt í ofbeldinu voru óþekktir einstaklingar sem komu frá útlöndum. Slíkur gagnagrunnur myndi auðvelda ríkjum að koma í veg fyrir komu slíks fólks til landsins.“ Ansgar Heveling, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í viðtali við Mitteldeutschen Zeitung, að hann myndi vilja sjá aukin útgjöld til lögreglu í ljósi óeirðanna, einkum á svokölluðum sjálfsstjórnarsvæðum á borð við Rote Flora í Hamborg og Rigaer Straße í Berlín. Hvað er þessi Svarta blokk?Svarta blokkin er nafn sem hreyfing vinstriöfgamanna í Þýskalandi hefur fengið. Meðlimir hópsins eru venjulega dökkklæddir með grímur. Í úttekt Deutsche Welle segir að markmið blokkarinnar sé að afnema kapítalisma og koma á stjórnkerfi án peninga. Varð hreyfingin þekkt á níunda áratugnum eftir óeirðir í Vestur-Þýskalandi þar sem kjarnorkuverum og útburði hústökufólks var harðlega mótmælt. Eru mótmælin í Hamborg ekki þau fyrstu þar sem fjöldi lögregluþjóna særðist. Slíkt gerðist líka í Rostock árið 2007. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Þingmenn Kristilegra demókrata í Þýskalandi vilja að Evrópa komi sér upp sameiginlegum gagnagrunni til að fylgjast með vinstrisinnuðum öfgamönnum. Frá þessu greindi BBC í gær. Kveikjan að hugmyndinni eru aðgerðir hundraða manna hóps sem gekk berserksgang á götum Hamborgar og mótmælti fundi leiðtoga G20 ríkjanna um helgina. Líkti Martin Schulz, kanslaraefni þýska Jafnaðarmannaflokksins, hópnum við hryðjuverkamenn í gær. Hópurinn sem um ræðir samanstóð af meðlimum hóps sem kallar sig Svörtu blokkina og spratt upp á níunda áratugnum. Um 20.000 lögregluþjónar stóðu vörð um fundinn en nokkur hundruð meðlima Svörtu blokkarinnar kveiktu í bílum, rændu verslanir og köstuðu eldsprengjum og steinum. Langstærstur hluti mótmælenda, tugir þúsunda, mótmæltu þó friðsamlega. Schulz sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að aðgerðum óeirðaseggjanna svipaði til aðgerða hryðjuverkamanna. „Þetta fólk tók heila borg í gíslingu í heimsku sinni, líkt og um hryðjuverkamenn væri að ræða.“ Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, tjáði sig einnig um óeirðirnar í gær. „Sú eyðilegging á munum lögreglu og almennra borgara sem mótmælendur stóðu að hryggir mig mjög,“ sagði forsetinn. Að sögn lögreglunnar í Hamborg særðust 476 lögregluþjónar í átökum. Alls voru 186 handteknir. Þingmenn Kristilegra demókrata hafa jafnframt kallað eftir því að Olaf Scholz, borgarstjóri Hamborgar, segi af sér vegna óeirðanna. „Það mun ég ekki gera,“ sagði Scholz við fjölmiðla á sunnudagskvöld og bætti því við að hann hefði einungis haft yfir 20.000 lögregluþjónum að ráða. Ekki hefði verið hægt að fá fleiri lögregluþjóna á svæðið. BBC greinir frá því að þeir sem skráðir yrðu í hinn sameiginlega gagnagrunn muni ekki fá að ferðast á milli landa þegar atburðir á borð við G20-fundinn standa yfir. Einn talsmaður hugmyndarinnar, Heiko Maas dómsmálaráðherra, sagði í samtali við Bild í gær að óeirðirnar sýndu nauðsyn slíks gagnagrunns. „Stór hluti þeirra sem tóku þátt í ofbeldinu voru óþekktir einstaklingar sem komu frá útlöndum. Slíkur gagnagrunnur myndi auðvelda ríkjum að koma í veg fyrir komu slíks fólks til landsins.“ Ansgar Heveling, þingmaður Kristilegra demókrata, sagði í viðtali við Mitteldeutschen Zeitung, að hann myndi vilja sjá aukin útgjöld til lögreglu í ljósi óeirðanna, einkum á svokölluðum sjálfsstjórnarsvæðum á borð við Rote Flora í Hamborg og Rigaer Straße í Berlín. Hvað er þessi Svarta blokk?Svarta blokkin er nafn sem hreyfing vinstriöfgamanna í Þýskalandi hefur fengið. Meðlimir hópsins eru venjulega dökkklæddir með grímur. Í úttekt Deutsche Welle segir að markmið blokkarinnar sé að afnema kapítalisma og koma á stjórnkerfi án peninga. Varð hreyfingin þekkt á níunda áratugnum eftir óeirðir í Vestur-Þýskalandi þar sem kjarnorkuverum og útburði hústökufólks var harðlega mótmælt. Eru mótmælin í Hamborg ekki þau fyrstu þar sem fjöldi lögregluþjóna særðist. Slíkt gerðist líka í Rostock árið 2007.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira