Erlent

Fjöldi vinsælla vefsíðna mun mótmæla

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sumir hafa gripið til internetbrandara, svokallaðra "memes“, til að verja nethlutleysi. Þessir brandarar eru þó ævafornir.
Sumir hafa gripið til internetbrandara, svokallaðra "memes“, til að verja nethlutleysi. Þessir brandarar eru þó ævafornir. Vísir/AFP
Allnokkrar vinsælustu vefsíðna heims, sem Íslendingar nota margir hverjir daglega, munu koma almenningi spánskt fyrir sjónir á morgun. Ætla eigendur þeirra að breyta síðum sínum til að mótmæla stefnu Bandaríkjastjórnar um að afnema hlutleysi á internetinu.

Hlutleysi á internetinu er í grunninn sú stefna að internetþjónustuaðilar verði að gefa viðskiptavinum sínum jafnt aðgengi að öllum löglegum vefsíðum. Mega þeir því ekki hægja á aðgengi að ákveðnum síðum og krefja eigendur þeirra svo um háar fjárhæðir til að koma á óhindruðu aðgengi á ný.

Á meðal vefsíðna sem taka þátt í aðgerðunum eru Amazon, Reddit, Netflix, Twitter, Airbnb, Dropbox, Spotify og Pornhub en í heildina eru síðurnar 198 talsins.

Hinar tímabundnu breytingar á vefsíðunum felast í því að gefa notendum innsýn í hvernig netið gæti orðið ef af áformum Bandaríkjastjórnar verður. Munu eigendurnir því vísvitandi hægja á síðum sínum.

Þótt hlutleysi á netinu yrði einungis afnumið í Bandaríkjunum myndi slíkt hafa áhrif á netnotkun Íslendinga. Fyrirtæki sem starfrækja smærri vefsíður gætu farið á hausinn, meðal annars vegna minnkandi umferðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×