Sjötta fjöldaútrýming dýrategunda á jörðinni þegar hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2017 10:52 Ljónið er ein þeirra dýrategunda sem hefur fækkað mikið undanfarna áratugi. vísir/getty Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“ Dýr Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Sjötta fjöldaútrýming tegunda á jarðsögutímabilinu er þegar hafin, og það fyrir nokkru síðan, að því er fullyrt er í nýrri rannsókn en greint er frá niðurstöðum hennar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þar segir að staðan sé mun verri en áður var talið en vísindamennirnir skoðuðu bæði algengar dýrategundir og þær sem sjaldgæfari eru og komust að því að fækkunin hafi verið gríðarleg um alla jörð. Að mati vísindamannanna er um að kenna offjölgun mannkyns og ofneyslu manna og vara þeir við að þetta ógni nú mannkyninu sjálfu og getu þess til að lifa af. Þó telja vísindamennirnir einnig að þrátt fyrir að skammur tími sé til stefnu sé enn möguleiki á að snúa þessari þróun við.„Líffræðileg tortíming“ Fjallað er um rannsóknina á vef breska blaðsins Guardian og segir þar að í vísindagreininni þar sem fjallað er um niðurstöður rannsóknarinnar sé tekið mun harðar til orða heldur en yfirleitt tíðkast í vísindaritum þar sem meðal annars er talað um „líffræðilega tortímingu.“ Gerardo Ceballos, prófessor við Universidad Autónoma de México, sem fór fyrir rannsókninni segir að ástandið sé einfaldlega orðið svo slæmt að það væri siðferðislega rangt að af skýrsluhöfundum að taka ekki svo sterkt til orða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þriðjungur af þeim þúsund dýrategundum sem fer fækkandi eru ekki talin í útrýmingarhættu en nákvæm tölfræði er til fyrir spendýr á landi og kemur í ljós að helmingi þeirra hefur fækkað um allt að 80 prósent á síðustu 100 árum.Ljónið hugsanlega að deyja út Spendýrum, fuglum og skriðdýrum hefur fækkað um milljarða um allan heim og vilja vísindamennirnir því meina að sjötta fjöldaútrýming tegundanna sé þegar hafin. Á meðal þess sem vísindamennirnir benda á er dæmið um ljónið og híbýli þess. „Ljónið hefur sögulega verið með híbýli sín um nánast alla Afríku, suðurhluta Evrópu, Miðausturlönd og alla leið til norðvesturhluta Indland. Núna er hins vegar ljónið horfið af stórum hluta þessara landsvæða.“
Dýr Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira