Trump yngri boðnar rússneskar upplýsingar um Clinton í gegnum slúðurblaðamann og poppstjörnu Heimir Már Pétursson skrifar 11. júlí 2017 19:30 Feðgarnir Donald Trump og Donald Trump. Vísir/AFP Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. . Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Sonur Donald Trump Bandaríkjaforseta og einn helsti ráðgjafi hans í kosningabaráttunni, hefur birt tölvusamskipti sem sýna að hann átti fund með rússneskum lögmanni með tengsl við rússnesk stjórnvöld, sem fyrirfram hafði lofað að útvega upplýsingar sem kæmu Hllary Clinton illa. Rob Goldstone er fyrrverandi breskur slúðurblaðamaður og markaðssérfræðingur sem vinnur fyrir rússneska poppstjörnu að nafni Emin Aglarov. Poppstjarnan kom að Miss Universe fegurðarsamkeppninni sem er í eigu Donald Trump í Moskvu árið 2013 og flutti kynningarlag keppninnar. Eftir að New York Times birti frétt í gær um fund Don Trump með rússneskum lögfræðingi, konu, með tengsl við rússnesk stjórnvöld, birti Trump yngri á Twitter síðu sinni í dag tölvusamskipti við Rob Goldstone um aðdraganda þess fundar. En New York Times hafði þá boðað frekari afhjúpanir í tengslum við fundinn. Hinn 3. júní í fyrra þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var í algleymingi, sendi Goldstone Trump yngra tölvupóst. Þar greinir hann frá því að áðurnefndri poppstjörnu Emin sé kunnugt um að aðalsaksóknari Rússlands hafi hitt föður Emin, Aras, fyrr um morguninn þann sama dag. Saksóknarinn hafi boðist til að útvega kosningabaráttu Trump opinber gögn og upplýsingar sem myndu sakfella Hillary Clinton vegna samskipta hennar við Rússa og gagnast föður Don Trump vel. „Þetta eru augljóslega viðkvæmar upplýsingar frá æðstu stöðum en eru hluti af stuðningi Rússa og rússneskra stjórnvalda við Herra Trump - með stuðningi Emin og föður hans Aras.“ segir í tölvuskeytinu. Síðar í tölvuskeytinu til sonar Trump segir Goldstone: „Ég get líka sent þessar upplýsingar til föður þíns í gegnum Rhona (sem var aðstoðarkona Donald Trump áður en hann varð forseti) en þetta er einstaklega viðkvæmt þannig að ég vildi ræða við þig fyrst.“ Á þessum tíma tók Don Trump að fullu þátt í kosningabaráttu föður síns og því nátengdur framboðinu. Samkvæmt bandarískum lögum mega erlendir ríkisborgarar ekki skipta sér af kosningum til embætta í landinu. Engi að síður ákvað Don að hitta rússneskan lögmanninn vegna þessara mála í turni föður síns í New York sex dögum síðar ásamt kosningastjóra föður síns Paul Manfort og mági sínum Jared Kushner, sem nú er einn aðalráðgjafi forsetans. Daginn sem fundurinn fór fram tísti Donald Trump spurningu til Clinton: „Hvar eru þrjátíu og þrjú þúsund tölvupóstar sem þú eyddir.“ Í yfirlýsingu á Twitter í dag gerir Trump yngri lítið úr þessum fundi og segir rússneska lögmanninn ekki hafa verið á vegum rússneskra stjórnvalda. Hún hafi ekki haft neinar upplýsingar fram að færa, en viljað ræða ættleiðingar til Bandaríkjanna á rússneskum börnum sem Vladimir Putin hafði stoppað eftir að Bandaríkjaþing samþykkti refsiaðgerðir gegn tilteknum rússneskum einstaklingum. Og það er greinilegt að Donald Trump finnst mikið til rússnesku poppstjörnunnar því hann sendi Emin þessi skilaboð þegar hann varð 35 ára í desember 2014: „Emin, ég trúi því ekki að þú sért að verða 35 ára. Þú eldist, en þú ert sigurvegari og baráttumaður. Frábær fasteignasali og magnaður skemmtikraftur, strákur,“ sagði Donald Trump. .
Donald Trump Tengdar fréttir Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Rússnesk stjórnvöld hafi ætlað að hjálpa Trump Bandaríska stórblaðið New York Times fullyrðir í frétt í dag að Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, hafi verið sagt að upplýsingar sem rússneskur lögmaður bauð honum, væru hluti af skipulegum aðgerðum rússneskra stjórnvalda sem áttu að hjálpa föður hans að sigra forsetakosningarnar í fyrra. 11. júlí 2017 06:37