Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira