Enn hrellir Rússagrýlan Donald Trump Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. júlí 2017 07:00 Donald Trump yngri klappar föður sínum á bakið á síðasta kosningafundi frambjóðandans, kvöldið fyrir kosningar. Vísir/AFP Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, var upplýstur um að skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton mótframbjóðanda Trumps eldri, sem hann taldi sig eiga von á, væru hluti af íhlutun rússneskra stjórnvalda í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Þetta segir í tölvupóstsamskiptum Trumps yngri við upplýsingafulltrúann Rob Goldstone. The New York Times hefur undanfarið fjallað um fund sem Trump yngri átti með rússneska lögfræðingnum Natalíu Veselnitskæju í Trump Tower í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi forsetans, og Paul Manafort, þáverandi starfsmaður forsetaframboðs Trumps, voru einnig viðstaddir fundinn. „Þetta er augljóslega háleynilegt og upplýsingarnar eru viðkvæmar en þetta er hluti af stuðningi ríkisstjórnar Rússlands við herra Trump,“ segir í tölvupósti sem Golding sendi Trump yngri. Hinn síðarnefndi birti tölvupóstsamskipti þeirra tveggja á Twitter í gær eftir að The New York Times tilkynnti honum að blaðið hygðist birta samskiptin.Adam Schiff, þingmaður Demókrata.Vísir/AFPÍ yfirlýsingu sem Trump yngri sendi frá sér í sama tísti segir að upplýsingagjöfina megi rekja til manns að nafni Emin Agalarov sem Trump yngri sagðist þekkja frá því Miss Universe fegurðarsamkeppnin var haldin í Rússlandi. Agalarov og faðir hans eru sagðir reka virt fyrirtæki í Moskvu. „Þeir sögðust búa yfir upplýsingum um Hillary Clinton sem ég hélt að væri einfaldlega rannsókn á andstæðingnum. Ég vildi fyrst gera þetta í gegnum síma en það gekk ekki. Þá sögðust þeir myndu senda konu til að funda með mér. Af því varð. Konan, eins og hún hefur sjálf sagt, vinnur ekki fyrir stjórnvöld. Eins og ég hef áður sagt bjó hún ekki yfir neinum upplýsingum og vildi bara tala um ættleiðingarlöggjöf og Magnitsky-löggjöfina,“ segir í yfirlýsingunni. Enn fremur segir í henni að fundurinn hafi átt sér stað áður en „Rússageðveikin komst í tísku“. „Eins og Goldstone sagði við fjölmiðla í dag var fundurinn rugl og fór í taugarnar á mér.“ Umrædd Magnitsky-löggjöf snýr að því að Bandaríkjastjórn sé heimilt að frysta eignir Rússa, gerist þeir sekir um mannréttindabrot. The New York Times greindi fyrst frá fundinum á laugardag og gaf Trump yngri út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem hann staðfesti að fundurinn hefði átt sér stað en ekki að hann hefði tengst framboðinu. Á sunnudag greindi The New York Times frá því að Trump yngri hefði samþykkt að mæta á fundinn eftir að fyrrnefndum upplýsingum var lofað. Gaf hann út aðra yfirlýsingu það kvöld þar sem hann sagðist hafa samþykkt að funda með einstaklingi sem átti að búa yfir nytsamlegum upplýsingum fyrir framboð Trumps. Alríkislögregla Bandaríkjanna rannsakar nú áhrif Rússa á forsetakosningar síðasta árs og meint tengsl við framboð Donalds Trump. Styr hefur staðið um störf alríkislögreglunnar og rak forsetinn til að mynda yfirmann hennar, James Comey, fyrr á árinu. Adam Schiff, þingmaður Demókrata í fulltrúadeildinni og nefndarmaður í upplýsinganefnd, sagði í samtali við MSNBC í gær að um væri að ræða mjög alvarlegt mál. „Þetta þarf að rannsaka vandlega. Allir sem voru viðstaddir fundinn ættu að koma fyrir nefndina,“ sagði Schiff.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira