Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson í æfingaleik með Swansea í gærkvöldi. Vísir/Getty Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni. Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. Þá liggur ljóst fyrir að íslenski landsliðsmaðurinn mun ekki fara með Swansea í æfingaferð liðsins til Bandaríkjanna.We can confirm that Gylfi Sigurdsson will not travel with the squad for our pre-season tour of the USA. pic.twitter.com/8qgAQewUG3— Swansea City AFC (@SwansOfficial) July 13, 2017 Clement ræddi í viðtalinu um að viðskiptihliðin væri vissulega stór innan fótboltans og það þýddi að félagið yrði neytt til að selja Gylfa. Swansea hefur hafnað 40 milljón punda tilboði í Gylfa frá Leicester City og vill fá 50 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn. „Ég hef sagt það mjög skýrt að ég vil að hann verði hér áfram. Stuðningsmennirnir vilja það og eigendurnir vilja það líka. Málið er að fótbolti snýst líka um að gera góð viðskipti,“ sagði Paul Clement. „Við lentum í svipuðu með Jack Cork. Það var enginn að hugsa um að selja Jack en svo kom bara félag með virkilega gott tilboð í hann. Þetta gæti líka endað þannig með Gylfa,“ sagði Clement. „Við viljum alls ekki í lenda í þeirri aðstöðu að þetta máli dragist á langinn, jafnvel út júlí og inn í ágúst þegar tímabilið er byrjað. Það er best að klára þetta sem fyrst,“ sagði Clement. Paul Clement hrósar Gylfa fyrir fagmennsku nú þegar hann er kominn aftur til Swansea til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil þegar allt bendir til þess að hann spili annarsstaðar á þessu tímabili. „Gylfi er mættur, hann er með hausinn skrúfaðan á og er að vinan sína vinnu. Ég vona að það haldi áfram. Hann er einn af okkar dýrmætustu leikmönnum. Hann sýndi það á síðasta tímabilið með mörkunum sínum og stoðsendingum. Hann var í aðalhlutverki í að halda liðinu upp í úrvalsdeildinni,“ sagði Clement. Gylfi var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur verið orðaður við bæði Everton og Leicester City en 50 milljón pund er svakalegur peningur. Hvort annað þeirra er tilbúið að greiða svo mikið fyrir íslenska landsliðsmanninn kemur væntanlega í ljós á næstunni.
Enski boltinn Tengdar fréttir Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00 BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12 Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30 Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53 Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Clement: Í augnablikinu er Gylfi leikmaður Swansea Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, er meðvitaður um þann mikla áhuga sem er á Gylfa Þór Sigurðssyni. 11. júlí 2017 22:00
BBC: Swansea hafnaði tilboði frá Leicester og vill fá 50 milljónir punda fyrir Gylfa Gylfi Þór Sigurðsson er mikið í fréttum enskra fjölmiðla þessa dagana sem eru allir að velta fyrir sér hvar íslenski landsliðsmaðurinn spili á næstu leiktíð. 10. júlí 2017 12:12
Vissulega galin upphæð en Gylfi er þess virði Swansea City er búið að setja 50 milljón punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. 11. júlí 2017 13:30
Gylfi lék seinni hálfleikinn í fyrsta leik Swansea á undirbúningstímabilinu Gylfi Þór Sigurðsson lék seinni hálfleikinn þegar Swansea City tapaði 1-0 fyrir Barnet í fyrsta æfingaleik liðsins í sumar. 12. júlí 2017 20:53
Fimmtíu milljóna punda verðmiðinn fælir Everton ekki frá Gylfa Everton er í staðráðið í að kaupa Gylfa Þór Sigurðsson, jafnvel þótt Swansea City hafi sett 50 milljóna punda verðmiða á íslenska landsliðsmanninn. 11. júlí 2017 19:51