Kötlugos sem bjó til Drumbabót tímasett aftur til haustsins 822 Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júlí 2017 21:00 Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti. Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Tekist hefur að aldursgreina Drumbabót undan Fljótshlíð með afar nákvæmum hætti og þar með tímasetja hamfarir vegna Kötlugoss skömmu fyrir landnám svo aðeins skeikar nokkrum mánuðum. Meira um þetta má sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan. Drumbabót er talin ein besta sönnun þeirra orða Ara fróða í Íslendingabók að við landnám hafi Ísland verið viði vaxið á milli fjalls og fjöru. Þar má enn sjá leifar af stórvöxnum birkiskógi sem eyddist í hamfarahlaupi skömmu fyrir landnám; trjádrumba sem standa upp úr sandinum og eru allt að þrjátíu sentímetra sverir.Drumbabót er á Þveráreyrum undan Tumastöðum í Fljótshlíð. Fjallið Þríhyrningur í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Líklegast þykir að eldgos í Kötlu hafi orsakað jökulhlaupið og nú hefur hópi vísindamanna tekist að tímasetja hamfarirnar með mikilli nákvæmni. Greint hefur verið frá niðurstöðunum í erlendum vísindaritum sem og á heimasíðu Skógræktar ríkisins en sérfræðingur hennar, Ólafur Eggertsson, er meðal þeirra sem unnu að rannsókninni.Hamfarahlaup frá Kötlu niður Markarfljótsaura er talið hafa eytt skóginum. Mýrdalsjökull og Eyjafjallajökull í baksýn.Stöð 2/Einar Árnason.Aldursgreiningin byggði á nokkrum þáttum, eins og C-14 geislakolsmælingu og talningu árhringja, og staðfesti að skógurinn eyddist allur í sama jökulhlaupinu. Ysti árhringur trjánna var fullskapaður og sá næsti ekki byrjaður að myndast sem þýddi að eldgosið varð ekki á vaxtartíma trésins heldur einhvern tíma frá haustinu 822 og fram á vorið 823, áður en tréð fór að vaxa á ný.Drumbarnir standa eftir sem vitnisburður um stórvaxinn birkiskóg skömmu fyrir landnám Íslands.Stöð 2/Einar ÁrnasonÞar með virðist fengin staðfesting á því að hamfarahlaupið varð veturinn 822 til 823, um það bil hálfri öld áður en Ingólfur Arnarson er sagður fyrstur manna hafa byggt Ísland.Svona upplifðu landnámsmenn íslensku birkiskógana, miðað við þessa mynd sem Landgræðslan sýnir í Gunnarsholti.
Tengdar fréttir Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30 Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Telur fornsögurnar sannar um landnámstíma Íslands Þýskur fornleifafræðingur segir yfir 300 aldursgreiningar styðja að landnám hófst eftir árið 870. 23. janúar 2017 20:30
Voru skógarnir svona veglegir við landnám? "Ég er sannfærður um það að allt láglendi landsins hafi litið svona út eins og þessi mynd sýnir,” segir Sveinn Runólfsson, fyrrverandi landgræðslustjóri. 20. nóvember 2016 12:00