Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Theresa May og Filippus sjötti Spánarkonungur funduðu í gær, meðal annars um Brexit. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit. Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira
Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit.
Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Sjá meira