Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Theresa May og Filippus sjötti Spánarkonungur funduðu í gær, meðal annars um Brexit. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira