Ríkisstjórn Breta leggur fram lykilfrumvarp vegna BREXIT Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. júlí 2017 07:00 Theresa May og Filippus sjötti Spánarkonungur funduðu í gær, meðal annars um Brexit. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira
Ríkisstjórn breska Íhaldsflokksins, undir forystu Theresu May forsætisráðherra, birti í gær nýtt frumvarp um útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Frumvarpið snýst um að færa lög Evrópusambandsins inn í bresk lög. Frumvarpið er nokkurs konar hryggjarstykki Brexit og í fyrstu línu frumvarpsins er kveðið á um að á útgöngudegi muni lögin sem samþykkt voru á inngöngudegi Bretlands falla úr gildi. Muni lög Evrópusambandsins því ekki gilda lengur í Bretlandi. Þótt Bretar muni með væntanlegri samþykkt frumvarpsins tileinka sér lög Evrópusambandsins mun í kjölfar útgöngunnar opnast möguleiki á því að breyta eða afnema téð lög. Ekki er búist við því að málið komi til umræðu á breska þinginu fyrr en í haust, að því er BBC greinir frá. Hins vegar þarf að vera búið að samþykkja frumvarpið, eða sambærilegt frumvarp, fyrir væntanlega útgöngu úr sambandinu sem stefnt er á að verði í mars árið 2019. David Davis, ráðherra málefna er tengjast útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sagði í gær að hann væri tilbúinn að vinna með hverjum sem er til að ná frumvarpinu í gegn. „Þetta frumvarp gerir Bretum kleift að ganga úr Evrópusambandinu með fullri vissu og fullri stjórn á aðstæðum,“ sagði Davis í gær. „Frumvarpið er eitt það mikilvægasta og merkilegasta sem hefur nokkurn tímann komið fyrir breska þingið. Það er mikilvægur áfangi í útgöngu okkar úr Evrópusambandinu,“ sagði Davis enn fremur. Bætti ráðherrann því við að með samvinnu og þjóðarhag í huga væri hægt að tryggja að lagaumhverfi Bretlands yrði heilsteypt og án hnökra þegar að útgöngudegi kemur. „Augu þjóðarinnar hvíla á okkur og ég vil vinna með hverjum sem er að þessu markmiði til að móta nýja framtíð fyrir Bretland.“ Ljóst er að frumvarpið mun mæta nokkurri andstöðu þegar það kemur til umræðu og loks atkvæðagreiðslu. Mun stjórnarandstaðan leita til þeirra Íhaldsmanna er harðastir voru í kosningabaráttu gegn Brexit. Hafa ber í huga að ríkisstjórn May er minnihlutastjórn en hún mun njóta stuðnings Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) við atkvæðagreiðslur sem þessa. Samanlagt hafa flokkarnir tveir, að því gefnu að allir þingmenn þeirra kjósi á sama hátt, meirihluta. Ríkisstjórn May tapaði meirihluta sínum í kosningum sem haldnar voru fyrr á árinu, þremur árum á undan áætlun. Var það afar óvænt og í viðtali við BBC í gær lýsti May því að hún hefði fellt tár þegar hún frétti af útgönguspám. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda flokksins, hét því í gær að berjast af mikilli hörku gegn frumvarpinu. „Ef ykkur fannst erfitt að virkja fimmtugasta ákvæði Lissabonsáttmálans mun ykkur finnast þetta vera helvíti.“ Keir Starmer, skuggaráðherra stjórnarandstöðunnar í málefnum tengdum Brexit, sagði í gær að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, myndi ekki styðja frumvarpið óbreytt. Vill hann að það sé skýrt kveðið á um að breskir verkamenn njóti sömu réttinda og verkamenn innan ESB. Þá sagði Ian Blackford, þingflokksformaður Skoska þjóðarflokksins, að ríkisstjórnin þurfi að útskýra hvernig því valdi sem endurheimt verður frá ESB verður úthlutað, einkum með tilliti til heimastjórna þjóða Bretlands. Filippus Spánarkonungur var í opinberri heimsókn í Bretlandi í gær og átti hann fund með May forsætisráðherra. Sagðist hann vilja að hömlur á viðskipti milli þjóðanna yrðu í lágmargi eftir Brexit. Þá munu þau einnig hafa rætt afstöðu þjóðanna til málefna Gíbraltar. Tilheyrir Gíbraltar nú Bretum en Evrópusambandið hefur boðið Spánverjum neitunarvald þegar kemur að ákvörðunum um afstöðu ESB til Gíbraltar eftir Brexit.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fleiri fréttir Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Sjá meira