Tim Sherwood: Gylfi Sigurðsson er 50 milljón punda virði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 13:00 Tim Sherwood segir það auðvelt að vera stjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar. Hér gefur Gylfi ungum strák eiginhandaráritun. Mynd/KSÍ Tim Sherwood, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson og það kemur honum ekki mikið á óvart að verðmiðinn á íslenska landsliðsmanninum sé kominn upp í 50 milljón pund. Tim Sherwood þekkir vel til Gylfa en hann var stjóri hans tímabilið 2013-14 þegar Sherwood tók við liðinu af André Villas-Boas í desember 2013. Þeir fóru báðir frá Tottenham eftir það tímabil, Sherwood var rekinn og Gylfi seldur til Swansea. Tim Sherwood var í viðtali hjá Alan Brazil í þættinum Sports Breakfast og var þá spurður út í verðmiða Gylfa. Talksport segir frá. „Everton hefur þegar náð í marga menn en það verða engin félagsskipti stærri fyrir félagið en Gylfi Sigurðsson,“ sagði Tim Sherwood. „Hann hefur mikil áhrif á leikinn þegar hann spilar. Hann er sérfræðingur í föstum leikatriðum sem er öllum liðum gríðarlega mikilvægur hæfileiki,“ sagði Sherwood. „Hann er frábær leikmaður, virkilega góður leikmaður. Það eru líklega aldrei vandræði með hann og það er auðvelt að vera stjóri hans,“ sagði Sherwood. „Það verður mjög erfitt fyrir Swansea að halda honum. Ég tel víst að þetta sé komið það langt að félögin nái saman um kaupverð og að hann endi sem leikmaður Everton,“ sagði Sherwood. En er hann 50 milljón punda virði? „Hann er eins mikils virði og félag er tilbúið að borga fyrir hann. Ég endurtak það samt að hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Sherwood. „Gylfi skorar mörk og hann leggur upp mörk. Hann mun skila Everton-liðinu mörgum stigum. Everton ætlar sér stóra hluti og komast í hóp fjögurra efstu. Til þess þarftu stóran hóp því allir leikmenn geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Sherwood. Enski boltinn Tengdar fréttir Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Tim Sherwood, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Tottenham, fer fögrum orðum um Gylfa Þór Sigurðsson og það kemur honum ekki mikið á óvart að verðmiðinn á íslenska landsliðsmanninum sé kominn upp í 50 milljón pund. Tim Sherwood þekkir vel til Gylfa en hann var stjóri hans tímabilið 2013-14 þegar Sherwood tók við liðinu af André Villas-Boas í desember 2013. Þeir fóru báðir frá Tottenham eftir það tímabil, Sherwood var rekinn og Gylfi seldur til Swansea. Tim Sherwood var í viðtali hjá Alan Brazil í þættinum Sports Breakfast og var þá spurður út í verðmiða Gylfa. Talksport segir frá. „Everton hefur þegar náð í marga menn en það verða engin félagsskipti stærri fyrir félagið en Gylfi Sigurðsson,“ sagði Tim Sherwood. „Hann hefur mikil áhrif á leikinn þegar hann spilar. Hann er sérfræðingur í föstum leikatriðum sem er öllum liðum gríðarlega mikilvægur hæfileiki,“ sagði Sherwood. „Hann er frábær leikmaður, virkilega góður leikmaður. Það eru líklega aldrei vandræði með hann og það er auðvelt að vera stjóri hans,“ sagði Sherwood. „Það verður mjög erfitt fyrir Swansea að halda honum. Ég tel víst að þetta sé komið það langt að félögin nái saman um kaupverð og að hann endi sem leikmaður Everton,“ sagði Sherwood. En er hann 50 milljón punda virði? „Hann er eins mikils virði og félag er tilbúið að borga fyrir hann. Ég endurtak það samt að hann er mjög góður leikmaður,“ sagði Sherwood. „Gylfi skorar mörk og hann leggur upp mörk. Hann mun skila Everton-liðinu mörgum stigum. Everton ætlar sér stóra hluti og komast í hóp fjögurra efstu. Til þess þarftu stóran hóp því allir leikmenn geta ekki spilað alla leiki,“ sagði Sherwood.
Enski boltinn Tengdar fréttir Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Sjá meira
Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00