Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Old Trafford. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjá meira
Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45
Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00