Eigendur Swansea vara Everton við og vilja fá Gylfa til Bandaríkjanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki á Old Trafford. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson gæti farið í æfingaferðina til Bandaríkjanna eftir allt saman ef marka má frétt Wales Online um viðbrögð eigenda Swansea City við því að besti leikmaður liðsins sæti heima. Jason Levien og Steve Kaplan, eigendur velska félagsins, segjast þar vera vongóðir um að Gylfi endurskoði afstöðu sína um að halda sig heima á meðan liðsfélagar hans eru í æfingaferð í Bandaríkjunum. Eigendurnir senda Everton líka tóninn í tilkynningunni þar sem þeir segja þar að Everton geti gleymt því að fá Gylfa fyrir minna en 50 milljón pund. Swansea hefur þegar hafnað 40 milljón punda tilboði frá Everton. Eigendur Swansea vara líka Everton við því að reyna að ná samkomulagi við leikmanninn sjálfan áður en félögin komast að samkomulagi um kaupverð. Jason Levien og Steve Kaplan segjast vera vonsviknir með þá ákvörðun íslenska landsliðsmannsins að koma ekki með í æfingaferðina og að þeir vonist jafnframt við því að hann hugsi þetta betur og drífi sig með. Gylfi sagðist ekki treysta sér í æfingaferðina á meðan framtíð hans væri í svona mikilli óvissu en það var stutt í brottför út á flugvöll þegar Gylfi tilkynnti knattspyrnustjóranum Paul Clement og forráðamönnum Swansea að hann kæmi ekki með. „Við höfum enn ekki fengið tilboð sem samræmis sanngjörnu mati okkar á Gylfa miðað við mikilvægi hans fyrir okkar félag,“ segir í tilkynningu Jason Levien og Steve Kaplan. „Við munum ekki láta þvinga okkur út það að taka ákvörðun á meðan félagið er ekki tilbúið að borga það sem við viljum fá og þrátt fyrir að þeir telji sig vera með samkomulag við leikmanninn. Slíkt samkomulag væri auðvitað brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar,“ skrifa þeir Levien og Kaplan enn fremur. „Við berum mikla virðingu fyrir Gylfa, bæði sem persónu og leikmanni og við erum bjartsýnir á það að hann muni endurskoða afstöðu sína og koma út til liðsfélaga sinna,“ segir meðal annars í yfirlýsingu eigendanna.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45 Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00 Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00 Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Gylfi lét fyrst vita af því í morgun að hann færi ekki með Swansea til Bandaríkjanna Gylfi Þór Sigurðsson fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna og það er ljóst að eitthvað er að gerast í hans málum. 13. júlí 2017 09:45
Swansea hefur hafnað fimm milljarða tilboðum í Gylfa frá bæði Everton og Leicester Forráðamenn Swansea City ætla ekki að gefa sig. Þeir munu ekki selja Gylfa Þór Sigurðsson fyrir minna en 50 milljónir punda eða 6,7 milljarða íslenskra króna. 13. júlí 2017 12:00
Stjóri Swansea að gefast upp í baráttunni um Gylfa sem fer ekki með til Bandaríkjanna Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, fór langt með að henda inn hvíta handklæðinu í viðtali við BBC um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá velska félaginu. 13. júlí 2017 09:00
Leicester Mercury: Gylfi vill frekar fara til Everton en til Leicester City Staðarblaðið í Leicester, Leicester Mercury, segir að Gylfi Þór Sigurðsson muni velja Everton en bæði Everton og Leicester City hafa sýnt mikinn áhuga á íslenska landsliðsmanninum. 14. júlí 2017 09:00