Enski boltinn

Lacazette nálgast Arsenal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lacazette hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár.
Lacazette hefur verið iðinn við kolann undanfarin ár. vísir/getty
Arsenal færist nær kaupunum á franska framherjanum Alexandre Lacazette frá Lyon.

Talið er að Arsenal muni borga metfé fyrir hinn 26 ára gamla Lacazette. Mesut Özil er dýrasti leikmaður í sögu Arsenal en félagið borgaði 42,4 milljónir punda fyrir hann haustið 2013.

Lacazette hefur leikið með Lyon allan sinn feril og skorað 129 mörk í 275 leikjum fyrir félagið. Á síðasta tímabili skoraði hann 37 mörk í 45 leikjum.

Bosníumaðurinn Sead Kolasinac er, eins og staðan er núna, eini leikmaðurinn sem Arsenal hefur fengið í sumar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð síleska framherjans Alexis Sánchez en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal.

Sánchez sagði í gær að hann vissi hvar hann myndi spila á næsta tímabili. Hann vildi þó ekki segja hvar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×