Enski boltinn

Arsenal fær bakvörð frá Schalke og þarf ekki að borga neitt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bosníumaðurinn Sead Kolasinac með Arsenal-treyjuna.
Bosníumaðurinn Sead Kolasinac með Arsenal-treyjuna. Mynd/Twitter-síða Arsenal
Bosníumaðurinn Sead Kolasinac mun klæðast Arsenal-treyjunni á næstu leiktíð en enska úrvalsdeildarfélagið tilkynnti um komu hans í dag.

Sead Kolasinac er 23 ára landsliðsmaður sem spilar sem vinstri bakvörður. Hann var að renna út á samningi hjá Schalke og kemur því frítt til Arsenal.







Kolasinac ætti að vera laus allra mála frá Schalke 1. júlí næstkomandi og getur því hafið æfingar með Arsenal í framhaldinu.

Sead Kolasinac hefur spilað með Schalke 04 allan sinn meistaraflokksferil en hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með liðinu tímabilið 2012 til 2013. Kolasinac var því að klára sitt fimmta tímabil með Schalke í vetur.



<



Kolasinac þykir fjölhæfur varnarmaður og getur því einnig spilað í miðvarðarstöðunum. Hann hefur þó langmest spilað sem vinstri bakvörður hjá Schalke. Kolasinac er 183 sentímetrar á hæð og harður af sér. Hann hefur verið landsliðsmaður Bosníu frá 2013 og hefur alls spilað 18 landsleiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×