Íslenski boltinn

Agla María tætti KR-vörnina í sig | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir fór á kostum þegar Stjarnan rústaði KR, 1-5, í Pepsi-deild kvenna í hádeginu í dag.

Agla María, sem er aðeins 17 ára, skoraði þrennu, gaf eina stoðsendingu og átti stóran þátt í fyrsta marki Stjörnunnar.

KR komst yfir á 31. mínútu þegar Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði með skoti fyrir utan teig.

Mínútu síðar sendi Agla María boltann inn á vítateiginn og hann fór af varnarmanni KR og í markið.

Á 54. mínútu kom Agla María gestunum yfir með skoti í stöng og inn eftir sendingu frá Láru Kristínu Pedersen. Átta mínútum síðar fann Agla María Katrínu Ásbjörnsdóttur í teignum og hún skoraði þriðja mark Stjörnunnar.

Á 82. mínútu fékk Agla María boltann inn fyrir vörn KR og lyfti honum smekklega yfir Hrafnhildi Agnarsdóttur sem var komin út úr markinu.

Tveimur mínútum síðar fullkomnaði Agla María þrennuna með einkar laglegu marki. Hún lék þá á tvo varnarmenn KR, sendi boltann á Hörpu Þorsteinsdóttir sem setti hann í fyrsta inn fyrir á Öglu Maríu sem skoraði með skoti í stöng og inn.

Sannkallaður stórleikur hjá yngsta leikmanninum í íslenska EM-hópnum og það er vonandi að hún haldi uppteknum hætti á stóra sviðinu í Hollandi.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

EM-hópurinn valinn: Harpa fer með til Hollands

Framherjinn Harpa Þorsteinsdóttir úr Stjörnunni fer með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi en EM-hópurinn var tilkynntur á blaðamannafundi í Laugardalnum rétt í þessu.

Ekki bannað að láta sig dreyma

Agla María Albertsdóttir, 17 ára gamall kantmaður Stjörnunnar, er á leið á sitt fyrsta stórmót en fyrsti leikurinn þar verður fimmti leikur hennar fyrir landsliðið. Agla hefur sprungið út með Stjörnunni í sumar.

Agla María með þrennu í stórsigri Stjörnunnar

Agla María Albertsdóttir, yngsti leikmaðurinn í íslenska EM-hópnum, skoraði þrennu þegar Stjarnan rúllaði yfir KR, 1-5, í fyrsta leik 11. umferðar Pepsi-deildar kvenna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×