Erlent

Sýrlenskar hersveitir brjóta sér leið inn í Raqqa

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá upphafi orrustunnar um Raqqa í byrjun júní.
Frá upphafi orrustunnar um Raqqa í byrjun júní. Vísir/afp
Sýrlenskar hersveitir hafa komist í gegnum sögufrægan múr í borginni Raqqa, helsta vígi hryðjuverkasamtakanna ISIS, í Sýrlandi. Kúrdíska bandalagið SDF berst nú við ISIS um yfirráð yfir borginni. BBC greinir frá.

SDF nýtur stuðnings Bandaríkjastjórnar en átökin í borginni hófust af fullum þunga í byrjun júní. ISIS hertók Raqqa árið 2014 og lýsti því þá yfir að borgin væri höfuðborg „kalífadæmis“. Talið er að allt að 4000 vígamenn hryðjuverkasamtakanna verji borgina.

„Hersveitir bandamanna SDF komust inn í víggirtasta hluta Raqqa með því að gera tvö lítil op í Rafiqah-múrinn sem umlykur gömlu borgina,“ sagði talsmaður hersveita Bandaríkjanna.

Sameinuðu þjóðirnar segja 173 hafa látist í júní í átökum í borginni og að tala látinna gæti enn fremur verið hærri. Um 100 þúsund manns sitja enn fastir í miðjum bardaganum.


Tengdar fréttir

Orrustan um Raqqa er hafin

Talsmaður hersveita Kúrda segir að sótt sé að Raqqa út austri, vestri og norðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×