Innlent

RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Adolf Ingi Erlingsson.
Adolf Ingi Erlingsson.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolf Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur og málskostnað að auki.

Ekki er búið að birta dóminn, en Adolf Ingi segir að miðað við dómsorð sé þetta fullnaðarsigur fyrir sig.

Adolf Inga var sagt upp störfum hjá Ríkisútvarpinu árið 2013 og hóf þá að undirbúa málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann taldi sig hafa mátt sæta.

Í umfjöllun Vísis eftir uppsögnina kom fram að fljótlega eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir tók við stöðu íþróttastjóra deildarinnar, um 2010, hafi mjög verið að honum þrengt. Verkefnum hans fór að fækka og hann fékk ekki að lýsa leikjum.


Tengdar fréttir

Adolf Ingi var lagður í einelti á RÚV

Heimildir Vísis herma að Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður hafi átt mjög erfitt uppdráttar í starfi eftir að Kristín H. Hálfdánardóttir varð yfirmaður íþróttadeildarinnar við Efstaleiti.

Adolf Ingi ætlar í mál við RÚV

Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður telur sig grátt leikinn af yfirmönnum Ríkisútvarpsins og undirbýr nú málsókn á hendur stofnuninni vegna eineltis sem hann telur sig hafa mátt sæta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×