Adolf Ingi: Ekki eina fórnarlamb eineltis á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2013 16:38 Adolf Ingi segir fleiri eineltismál en þau sem hann mátti sæta af hálfu yfirmanns íþróttadeildarinnar hafa komið upp innan RÚV -- hvar Berglind Bergþórsdóttir er mannauðsstjóri. „Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
„Því miður er ég ekki eina dæmið hjá RÚV. Fyrir nokkru þurfti fyrirtækið að greiða starfsmanni þriggja ára laun vegna eineltis og það eru fleiri dæmi sem hægt er að tína til. Kannski verður það gert,“ segir Adolf Ingi Erlingsson í athugasemd við frétt um einelti sem hann mátti sæta árum saman innan Ríkisútvarpsins. Guðmundur Benediktsson, fyrrverandi þulur á Rás 1, staðfestir orð Adolfs, í athugasemdakerfinu og segir: „Þetta er því miður sannleikanum samkvæmt og eitt af fjölmörgum eineltismálum sem hafa fengið að grassera í þessari stofnun þar sem hinn svokallaði mannauðsstjóri hefur „kóað“ út í hið óendanlega með yfirmönnum.“ Samkvæmt heimildum Vísis varðar málið sem Adolf Ingi vísar til það er yfirstjórnin gerði sig seka um þau mistök að segja upp starfsmanni sem jafnframt var trúnaðarmaður. Þar með voru lög brotin og til að leysa málið þurfti stofnunin að greiða þeim starfsmanni þriggja ára biðlaun. Þá mun lögmaður BHM hafa átt fund með yfirstjórn Ríkisútvarpsins með það fyrir augum að semja um starfslok Adolfs Inga en þeir sem sjá um þessi mál fyrir hönd Ríkisútvarpsins, eru harðir á því að halda sig við ákvæði uppsagnarinnar sem kveða á um að Adolf Ingi fái einungis þriggja mánaða uppsagnarfrest greiddan, í raun aðeins tvo samkvæmt gömlum samningum var Adolf Ingi á fyrirframgreiddum launum, eins og tíðkaðist þegar hann samdi við Ríkisútvarpið. Viðbrögð við frétt Vísis hafa verið mikil og þannig skrifar Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari handknattleikslandsliðs karla, hálfgildings stuðningsyfirlýsingu við Adolf í athugasemd: „Ég á eftir að sakna Adolfs Inga á RÚV. Adolf Ingi er drengur góður og framúrskarandi íþróttafréttamaður.“ Þá stingur Auðun Georg Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Ríkisútvarpsins jafnframt niður penna: „Bestu kveðjur til Adolfs Inga sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár. Einelti á aldrei að líðast.“ Mannauðsstjóri Ríkisútvarpsins heitir Berglind Bergþórsdóttir. Hún sagðist ekki hafa séð frétt Vísis í samtali við blaðamann, hún hafi verið niðursokkin í annað. Þá sagðist hún ekki ætla að tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. Þegar Berglind var spurð, í ljósi orða Adolfs Inga, hvort mörg eineltismál hafi komið upp innan stofnunarinnar, sem má heita almenn spurning, sagðist Berglind ekki ætla að tjá sig um málið.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira