Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2017 19:30 Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Sjá meira