Oft ódýrara að kaupa stærri skammt af ávanabindandi lyfjum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2017 19:30 Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús. Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira
Embætti landlæknis hefur sent velferðarráðuneytinu erindi vegna verðs á ávanabindandi lyfjum en í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni. Læknir hjá embættinu segir það hafa áhyggjur enda auðveldara að misnota lyfin sé þeim ávísað í stærri skömmtum en nauðsyn ber til. Samkvæmt lyfjaverðskrá má sjá að í mörgum tilfellum reynist ódýrara að kaupa stærri skammt en minni af ávanabindandi lyfjum. „Skýrasta dæmið er Imovane, sem er mest notaða svefnlyfiðáÍslandi, og þá kostar þrjátíu stykkja pakkning færri krónur (1534 krónur) heldur en tíu stykkja pakkning (1563 krónur). Þetta er lyf sem er ætlað til skammtímanotkunar,“ segir Magnús Jóhannsson, læknir hjá Embætti landlæknis. Þannig er nokkuð ódýrara að kaupa þrjátíu stykki af lyfinu en tíu stykki. Þetta á við um fleiri ávanabindandi lyf. Til dæmis er hver tafla ódýrari því stærri skammtur sem keyptur er af verkjalyfinu Tramadol en tuttugu stykki kosta 1540 krónur á meðan hundrað stykki kosta aðeins 1679 krónur. „Við höfum áhyggjur af þessu því mörg af þessum lyfjum eru mikið notuð, í stórum skömmtum og í langan tíma og meira en góðu hófi gegnir og meira en í nágrannalöndunum okkar,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að læknar deili þessum áhyggjum og hafi margsinnið kvartað til embættisins enda vilji þeir ekki gefa eins stóra skammta og einstaklingar biðja þá um. „Þeir eru undir þrýstingi frá skólstæðingum sínum varðandi þessi atriði og þeim finnst þeir eiga erfitt með að neita þegar þeir eru beðnir um stærri pakkningu vegna þess aðþað sparar sjúklingnum pening. Þetta stuðlar beinlínis að ofnotkun og misnotkun að okkar mati,“ segir Magnús. Magnús útskýrir að embættið hafi nú reynt að bregðast við meðþví að senda erindi til velferðarráðuneytisins. Það er þó ekki í fyrsta skipti sem embættið reynir að bregðast við en fyrir nokkru var haldinn fundur með lyfjagreiðslunefnd vegna málsins. „Þar sem við bendum áþá skoðun okkur aðþegar um er að ræða ávanabindandi lyf þá ætti einingaverð að vera það sama óháð pakningastærðþannig það sé ekki, eins og núna er, hvati til aðávísa og nota stærri pakningar heldur en minni,“ segir Magnús.
Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Sjá meira