Mikil spenna ríkir fyrir tímabilinu hjá Villa enda gekk félagið frá samningum við John Terry, fyrrverandi landsliðsmann Englands og fimmfaldan Englandsmeistara, í byrjun vikunnar.
Þeir félagar hafa verið við stífar æfingar í Portúgal eins og sjá má á þessum myndum en í grein á vef Villa er því fagnað að Birkir sé búið að ná sér af meiðslum sínum og sé klár í slaginn fyrir nýja leiktíð.
Eins og tíðkast í svona æfingaferðum eru nýir leikmenn busaðir. Hjá flestum liðum þurfa menn að taka lagið og þá skiptir engu hver þú ert eða hvað þú kemur. Allir þurfa að syngja.
John Terry var einn af nýju mönnunum og tók lagið Stand by me fyrir framan Birki Bjarnason og nýju liðsfélaga sína. Stutt myndbönd af söngnum má sjá hér að neðan og á þessum fáu sekúndum virðist Terry gjörsamlega negla þetta.
John Terry sings Stand By Me for his initiation song #AVFC pic.twitter.com/6uDFTSnybQ
— Matt Lynch (@mattlyynch) July 5, 2017
Welcome JT pic.twitter.com/uqLGKYWw87
— André Green (@AndreGreen_) July 5, 2017